Íslenski boltinn

Sigríður María með þrennu í flottum sigri á Moldavíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigríður María Sigurðardóttir .
Sigríður María Sigurðardóttir . Mynd/Heimasíða KR
KR-ingurinn Sigríður María Sigurðardóttir skoraði þrjú mörk og Blikinn Esther Rós Arnarsdóttir átti þátt í fjórum mörkum þegar íslenska 17 ára landslið kvenna í fótbolta vann 6-0 sigur á Moldavíu í undankeppni EM í dag.

Íslensku stelpurnar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína í riðlinum með markatölunni 11-0 og hafa með því tryggt sér sæti í milliriðli. Stelpurnar mæta síðan Ungverjum í lokaleiknum í úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum. Ungverjar unnu 8-0 stórsigur á Lettum á sama tíma.

 

Sigríður María Sigurðardóttir skoraði tvö fyrstu mörk leiksins á 6. og 8. mínútu, það fyrra kom eftir stoðsendingu Evu Bergrín Ólafsdóttur en það seinna eftir stoðsendingu frá Esther Rós Arnarsdóttur.

Völsungurinn Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði þriðja markið á 50. mínútu eftir stoðsendingu frá Esther Rós og Esther Rós skoraði síðan sjálf fjórða markið á 55. mínútu.

Sigríður María innsiglaði þrennu sína á 61. mínútu en þetta voru fyrstu þrjú mörk hennar í íslenska landsliðsbúningnum.

Esther Rós skoraði annað markið sitt á 74. mínútu eftir stoðsendingu frá Þórsaranum Lillý Rut Hlynsdóttur og þannig urðu lokatölur leiksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×