Íslenski boltinn

Krakkarnir fá frítt inn á Færeyjaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðið á æfingu í Laugardalnum.
Íslenska landsliðið á æfingu í Laugardalnum. Mynd/Anton
Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða leikmönnum í yngri flokkum allra aðildarfélaga og forráðamönnum þeirra flokka (3. flokkur og yngri) frítt inn á vináttulandsleik Íslands og Færeyja sem fram fer á Laugardalsvelli miðvikudaginn 14. ágúst. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Félög sem hafa áhuga á að nýta sér þessa frímiða þurfa að láta KSÍ strax vita og senda inn upplýsingar um hversu marga miða þeir vilja fá á leikinn. Gert er ráð fyrir að hóparnir komi í fylgd með forráðamönnum viðkomandi flokks sem að sjálfsögðu fá fría miða á leikinn líka. Þau félög sem óska eftir miðum eru beðin um að senda upplýsingar á Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ (thorir@ksi.is).

Þetta er síðasti undirbúningsleikur íslenska landsliðsins fyrir lokaleiki sína  í undankeppni HM 2014 sem fram fara í haust en tveir þeirra leikja verða spilaðir á Laugardalsvellinum.

Ísland mætir Albaníu og Kýpur á Laugardalsvellinum í haust og heimsækir síðan bæði Noreg og Sviss.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×