Fótbolti

Jón Ragnar ekki bara besti söngvarinn í FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Ragnar Jónsson, knattspyrnumaður úr FH, er þekktur fyrir tónlistarhæfileika sína en hann er líka besti teiknarinn í FH-liðinu ef marka má keppni í teiknileikni á dögunum. FH-ingar brugðu á leik á heimasíðu sinni til þess að auglýsa leik liðsins á móti Austria Vín í Kaplakrika á morgun.

Leikur FH og Austria Vín hefst klukkan 16.00 á morgun en Austurríkismennirnir unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum. Þetta er einn stærsti leikur íslensk liðs í Evrópukeppninni í mörg ár. Miklir fjármunir eru í húfi fyrir leikinn. Félagið sem kemst áfram verður hundruð milljónum ríkara, tryggir sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildar og er einu skrefi frá riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fjórir leikmenn FH tóku þátt í Teiknileikni FH-inga.net og það er hægt að sjá hvernig þeim gekk hér fyrir neðan. Leikmennirnir eru Jón Ragnar Jónsson, Björn Daníel Sverrisson, Böðvar Böðvarsson og Brynjar Ágúst Guðmundsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×