Íslenski boltinn

Eyjólfur valdi nýliðana Brynjar Ásgeir og Tómas Óla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Ásgeir Guðmundsson.
Brynjar Ásgeir Guðmundsson. Mynd/Arnþór
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðs karla, tilkynnti í dag 18 manna hóp fyrir leikinn við Hvít-Rússa í undankeppni EM 2015 en leikurinn fer fram á Vodafone-vellinum miðvikudaginn 14. ágúst og hefst kl. 17:00.

Þrír nýliðar eru í hópnum; Frederik August Albrecht Schram, markvörður OB í Danmörku og svo tveir úr Pepsi-deildinni; FH-ingurinn Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Blikinn Tómas Óli Garðarsson.

Íslenska liðið er sem stendur á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo leiki - tveir útisigrar - og er leikurinn við Hvít-Rússa því fyrsti heimaleikurinn.  Þessi lið mættust í fyrsta leik riðilsins ytra, og þar vann Ísland 2-1 sigur.

Landsliðshópurinn:

Markverðir:

Rúnar Alex Rúnarsson (KR)

Frederik August Albrecht Schram (OB)

 

Aðrir leikmenn:  

Hörður Björgvin Magnússon (Spezia)

Jón Daði Böðvarsson (Viking)

Guðmundur Þórarinsson (Sarpsborg)

Arnór Ingvi Traustason (Keflavík)

Emil Atlason (KR)

Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)

Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)

Emil Pálsson (FH)

Hólmbert Friðjónsson (Fram)

Hjörtur Hermannsson (PSV)

Kristján Gauti Emilsson (FH)

Sverrir Ingi Ingason (Breiðablik)

Orri Sigurður Ómarsson (AGF)

Gunnar Þorsteinnson (ÍBV)

Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH)

Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×