Baltasar í íslenskri hönnun á rauða dreglinum Kristjana Arnarsdóttir skrifar 30. júlí 2013 12:30 Hér er Baltasar með eiginkonu sinni Lilju Pálmadóttur og börnum á rauða dreglinum í New York. getty/nordicphotos Stórmyndin 2 Guns í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í New York í gær. Myndin skartar þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum og segir frá fíkniefnalögreglu og leyniþjónustumanni sem eru látnir vinna saman. Báðir eru þeir þó í dulargervi og veit hvorugur að því að hinn er lögga. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast algjörlega verða þeir að gera allt hvað þeir geta til þess að endurheimta orðspor sitt og fella glæpaforingjana sem leiddu þá í gildru. Baltasar klæddist jakkafötum og skóm úr fatalínu Guðmundar Jörundssonar, JÖR, á dreglinum í gær og verður það að teljast góð auglýsing fyrir fatahönnuðinn íslenska. Fjölskylda Baltasars var einnig mætt á frumsýninguna og sagði leikstjórinn í viðtali Fréttablaðsins í dag að tilhlökkunin hefði verið mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Kvikmyndin 2 Guns verður frumsýnd hér á landi hinn 7. ágúst. Hér að neðan má sjá viðtal við þá Mark Wahlberg og Denzel Washington á frumsýningunni í gær.Paula Patton fer með hlutverk í myndinni en hún er eiginkona söngvarans Robins Thicke sem gaf frá sér umdeilda smellinn Blurred Lines nýverið.Rapparinn 50 Cent lét sig ekki vanta á frumsýninguna.James Marsden, sem margir þekkja úr X-Men myndunum eða 30 Rock, leikur einnig í mynd Baltasars.Mark Wahlberg lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og mætti með eiginkonu sína til fjögurra ára, hina stórglæsilegu Rheu Dhurham.Denzel Washington var svartklæddur og í New Balance strigaskóm í gær en eiginkona hans, Pauletta Pearson Washington, var í fallegum ferskjulituðum kjól. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Stórmyndin 2 Guns í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í New York í gær. Myndin skartar þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum og segir frá fíkniefnalögreglu og leyniþjónustumanni sem eru látnir vinna saman. Báðir eru þeir þó í dulargervi og veit hvorugur að því að hinn er lögga. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast algjörlega verða þeir að gera allt hvað þeir geta til þess að endurheimta orðspor sitt og fella glæpaforingjana sem leiddu þá í gildru. Baltasar klæddist jakkafötum og skóm úr fatalínu Guðmundar Jörundssonar, JÖR, á dreglinum í gær og verður það að teljast góð auglýsing fyrir fatahönnuðinn íslenska. Fjölskylda Baltasars var einnig mætt á frumsýninguna og sagði leikstjórinn í viðtali Fréttablaðsins í dag að tilhlökkunin hefði verið mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Kvikmyndin 2 Guns verður frumsýnd hér á landi hinn 7. ágúst. Hér að neðan má sjá viðtal við þá Mark Wahlberg og Denzel Washington á frumsýningunni í gær.Paula Patton fer með hlutverk í myndinni en hún er eiginkona söngvarans Robins Thicke sem gaf frá sér umdeilda smellinn Blurred Lines nýverið.Rapparinn 50 Cent lét sig ekki vanta á frumsýninguna.James Marsden, sem margir þekkja úr X-Men myndunum eða 30 Rock, leikur einnig í mynd Baltasars.Mark Wahlberg lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og mætti með eiginkonu sína til fjögurra ára, hina stórglæsilegu Rheu Dhurham.Denzel Washington var svartklæddur og í New Balance strigaskóm í gær en eiginkona hans, Pauletta Pearson Washington, var í fallegum ferskjulituðum kjól.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira