Jón Arnór kemur inn í landsliðið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júlí 2013 10:44 Jón Arnór Stefánsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd / Anton „Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Ég kem inn í landsliðið núna,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, í samtali við Vísi. Ísland mætir Dönum í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag en liðið er nýkomið frá Kína þar sem liðið stóð sig með stakri prýði. Jón Arnór telur að Ísland eigi góða möguleika á því að komast á Evrópumótið. „Ég verð að koma mér í stand og fara spila körfubolta. Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig í vetur og því þurfti ég bara mína hvíld.“ Jón Arnór hefur verið að glíma við erfið meiðsli í mjöð undanfarna mánuði og þurfti hann meðal annars að hvílast í rúmlega mánuð á miðju tímabili hjá CAI Zaragoza. „Þetta þarf rosalega langan tíma og ég er ekki orðin alveg heill heilsu eins og staðan er í dag. Mig langar samt sem áður að taka þátt í þessum æfingaleikjum með landsliðinu, eftir það fer ég til Spánar og þá verður staðan endurmetin, hvað skal gera í framhaldinu af því.“ „Ég er með bólgur í mjöðminni sem leiðir niður í hné og hefur valdið mér miklum óþægindum. Það er ekki alveg komið í ljós hvað er að valda þessu en ég gef mér það að þetta séu ákveðin álagsmeiðsli.“ „Í vetur kom það nokkrum sinnum fyrir að það þurfti að sprauta mig fyrir leiki til að halda mér gangandi, en svo var tekinn sú ákvörðun að gefa mér mánaðar frí til að jafna mig.“ „Undanfarnar vikur hef ég verið í sjúkraþjálfun sem og í meðferð hjá Jóni Arnari [Magnússyni] sem hefur verið að rétta á mér allan skrokkinn,“ segir Jón Arnór en Jón Arnar Magnússon, fyrrum tugþrautakappi, starfar í dag sem kírópraktor. „Hann tók myndir af skrokknum á mér og hefur verið að rétta við á mér mjaðmagrindina og spjaldhrygginn en það kom í ljós að ég er töluvert skakkur.“ Íslenska landsliðið í körfubolta stóð sig frábærlega á sterku fjögurra liða móti í Kína á dögunum og hafnaði liðið í öðru sæti mótsins. Ísland bar sigur út býtum gegn Svartfjallalandi og Makedóníu en tapaði fyrir Kína. Ísland mætir Danmörku í æfingaleikjum á morgun og fimmtudag. „Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta danska lið er og veit lítið um leikmenn liðsins. Það verður myndbandsfundur hjá landsliðinu í síðar í dag og vonandi verð ég fróðari eftir hann.“ Ísland mun síðan mæta Rúmeníu og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins í ágúst en undanfarin verkefni hafa verið til undirbúnings fyrir þá leiki. „Miðað við úrslitin hjá landsliðinu út í Kína eigum við virkilega góða möguleika á því að komast á Evrópumótið.“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira