„Þetta þýðir verðbólga, verðtrygging og lífskjör versna“
Jón G. Hauksson, ristjóri Frjálsrar verslunar, hefur rýnt í tölur um tekjur einstaklinga í aldarfjórðung. Tekjublaðið kom út í dag en þar eru mánaðartekjur um þrjú þúsund einstaklinga reiknaðar.
Nokkuð launaskrið hefur orðið eftir hrun hjá nokkrum stéttum. Meðallaun tvö hundruð hæstlaunuðust forstjóra landsins á mánuði eru um tvær komma þrjár milljónir að meðaltali. Þá hafa sjómenn í bókstaflegri merkingu siglt fram úr forstjórum íslenskra fyrirtækja.
„Sjómenn eru núna hinir eiginlega forstjórar á Íslandi," segir Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar. „Þegar við horfum á ákveðnar stéttir þá eru tvö hundruð efstu sjómennirnir með um 2.5. milljónir á mánuði. Forstjórarnir hins vegar - allir helstu og þekktustu forstjórar landsins - voru 2.3 milljónir."
Þetta launaskrið á þó ekki við um allar stéttir. Í þessu samhengi bendir Jón á tekjur lækna og starfsmanna í heilbrigðisgeiranum. Hann hefur miklar áhyggjur af þróun mála.
„Núna eru samningar framundan og þegar hinn mikli fjöldi á vinnumarkaðinum gerir sömu kröfur þá þýðir þetta einfaldlega að það er ekki innistæða fyrir launahækkunum út frá landsframleiðslu. Þetta þýðir verðbólga, verðtrygging og lífskjör versna."
Tengdar fréttir

Tekjur Íslendinga - Forstjórar fyrirtækja
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Tekjur Íslendinga - Forseti, alþingismenn og ráðherrar
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Tekjur Íslendinga - Sveitastjórnarmenn
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.

Tekjur Íslendinga - Listamenn
Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum.