Gríðarleg leit vegna meints ofbeldishrotta - fjölskyldufólk stöðvað Valur Grettisson skrifar 12. júlí 2013 12:45 Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegir líkamsárás. Sjónvarottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. Lögreglan handtók tvo menn í viðamikilli aðgerð nærri Laugarvatni í gærkvöldi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur var á leiðinni heim úr sumarbústað ásamt fjölskyldu sinni þegar bifreið þeirra var stöðvuð. Hún lýsir aðstæðum svona: „Við komum að hringtorginu hjá Laugarvatni og sjáum þá lögregluna þar. Lögreglumaður stoppa okkur og kíkir vel aftur í bílinn. Við sjáum þyrluna rétt hjá, sjúkrabíl og fleiri lögreglumenn. Þegar lögreglumaðurinn var búinn að kíkja inn í bílinn fengum við að halda áfram.“ Aðspurð um viðbúnaðinn svarar Sigríður Hjördís að það hafi verið ljóst að mikið gekk á þegar þyrlan var á svæðinu. „Okkur grunaði nú að það væri verið að leita að einhverjum þegar lögreglan leitaði í bíl hjá venjulegu fjölskyldufólki,“ bætir hún við. Fréttablaðið greindi frá því í dag að lögreglan var að leita að Stefáni Loga Sívarssyni vegna meintrar frelsissviptingar og hrottalegrar líkamsárásar sem á að hafa átt sér stað á Stokkseyri fyrir skömmu. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Tveir menn voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Mennirnir tveir sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gær, verða yfirheyrðir í dag. Hafa því alls fjórir verið handteknir vegna málsins. Lögreglan verst frétta vegna málsins. Stokkseyrarmálið Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Tveir menn voru handteknir við Laugarvatn í gærkvöldi eftir viðamiklar aðgerðir lögreglu. Málið tengist hrottalegri líkamsárás. Sjónarvottur við Laugarvatn var á leiðinni heim með fjölskyldu úr sumarfríi þegar við þeim blasti þyrla og lögregluleit. Lögreglan handtók tvo menn í viðamikilli aðgerð nærri Laugarvatni í gærkvöldi. Sigríður Hjördís Jörundsdóttir sagnfræðingur var á leiðinni heim úr sumarbústað ásamt fjölskyldu sinni þegar bifreið þeirra var stöðvuð. Hún lýsir aðstæðum svona: „Við komum að hringtorginu hjá Laugarvatni og sjáum þá lögregluna þar. Lögreglumaður stoppa okkur og kíkir vel aftur í bílinn. Við sjáum þyrluna rétt hjá, sjúkrabíl og fleiri lögreglumenn. Þegar lögreglumaðurinn var búinn að kíkja inn í bílinn fengum við að halda áfram.“ Aðspurð um viðbúnaðinn svarar Sigríður Hjördís að það hafi verið ljóst að mikið gekk á þegar þyrlan var á svæðinu. „Okkur grunaði nú að það væri verið að leita að einhverjum þegar lögreglan leitaði í bíl hjá venjulegu fjölskyldufólki,“ bætir hún við. Fréttablaðið greindi frá því í dag að lögreglan var að leita að Stefáni Loga Sívarssyni vegna meintrar frelsissviptingar og hrottalegrar líkamsárásar sem á að hafa átt sér stað á Stokkseyri fyrir skömmu. Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög grófar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Meðal annars mun þolandinn vera með áverka eftir svipuhögg á bakinu. Rótin að árásinni er sögð vera persónulegar deilur Stefáns við þolandann. Tveir menn voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins í fyrradag. Annar þeirra er grunaður um að hafa tekið þátt í tveimur frelsissviptingum, þeirri á Stokkseyri og annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem stóð skemur. Sá maður er 21 árs og er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars fyrir ofbeldisfull rán. Hinn er húsráðandinn á Stokkseyri, þar sem manninum var haldið föngnum. Sá leysti þolandann á endanum úr prísundinni og kom honum í strætisvagn. Mennirnir tveir sem voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gær, verða yfirheyrðir í dag. Hafa því alls fjórir verið handteknir vegna málsins. Lögreglan verst frétta vegna málsins.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira