Sjónarvottar segja fórnarlambið hafa verið vankað og blóðugt Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 12. júlí 2013 19:04 Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður. Stokkseyrarmálið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Lögreglan hefur undanfarna daga leitað að Stefáni Loga Sívarssyni vegna árásar sem átti sér stað á Stokkseyri í síðustu viku. Stefán er grunaður um að hafa í félagi við aðra numið á brott karlmann á þrítugsaldri, keyrt með hann til Stokkseyrar og haldið honum föngnum í íbúðarhúsi og misþyrmt í um sólarhring. Fjórir menn hafa verið handteknir vegna málsins, tveir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í fyrradag og voru tveir aðrir leiddir fyrir Héraðsdóm Reykjaness nú á sjötta tímanum. Einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi er íbúi í húsinu þar sem fórnarlambinu var misþyrmt. Eftir að hinir árásarmennirir voru farnir á brott gekk hann með þeim sem fyrir árásinni varð í söluturninn Skálann. Sjónarvottur sem var staddur í Skálanum vildi ekki koma í viðtal en lýsti í samtali við fréttastofu hvernig fórnarlambið og húsráðandinn komu saman inn í söluturninn. Hann sagði það greinilegt að húsráðandinn vildi losna við manninn og fór hann fljótlega eftir að þangað var komið. Fórnarlambið var illa til reika og vankað. Hann var blóðugur, með marga skurði í andliti, bólginn og átti erfitt með að tala og var illskiljanlegur vegna þess hversu bólginn hann var. Einnig hékk laus flipi úr neðri vör mannsins á stærð við tíu krónu pening. Í Fréttablaðinu í morgun kom einnig fram að maðurinn væri með sár á líkamanum eftir svipuhögg. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stefán Logi kemst í kast við lögin en hann var meðal annars sakfelldur fyrir nauðgun í janúar á þessu ári og dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þeim dómi var þó snúið í Hæstarétti og hann sýknaður í júní. Lögmaður Stefáns er ósáttur við vinnubrögð lögreglu í því máli sem nú er komið upp og segir hann lögreglu bera á Stefán sakir í fjölmiðlum. Slíkt sé forkastanlegt. "Ef þeir þurfa að ná tali af Stefáni Loga og hafa hann grunaðan um að hafa framið refsivert athæfi þá eiga þeir auðvitað bara að lýsa eftir honum með formlegum hætti, en ekki með því að leka nákvæmum upplýsingum um einhverja meinta refsiverða háttsemi í fjölmiðla og láta birta það á forsíðu," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki ekkert hafa heyrt í Stefáni í einhvern tíma.Stefán Logi er margdæmdur ofbeldismaður.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira