Innlent

Örvar og Gina fyrst í mark

Keppendur í Laugavegshlaupinu týnast nú í mark einn á fætur öðrum. öðrum. Örvar Steingrímsson, kom fyrstur í mark rétt fyrir klukkan tvö í dag. Hann hljóp vegalengdina á fjórum klukkustundum, 48 mínútum og átta sekúndum.

Viðtal við Örvar má sjá hér.

Hlaupið hófst klukkan níu í morgun en 306 keppendur taka þátt. Dina Lucrezi frá Bandaríkjunum kom fyrst kvenna í mark á fimm klukkustundum, 28 mínútum og þremur sekúndum. 

Slæmt veður er á svæðinu, rok og rigning. Aðstæður eru því ekki eins og best verður á kosið, en eins og Vísir greindi frá fyrr í dag létu þrælvanir hlaupagarpar það ekki á sig fá.

Þetta er í sautjánda sinn sem keppt er í Laugavegshlaupinu. Keppendur hlaupa 55 kílómetra leið en besti tími í karlaflokki er fjórar klukkustundir og 19 mínútur og 5 klukkustundir í kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×