Láta veðrið ekki á sig fá Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. júlí 2013 11:53 Frá hlaupinu í fyrra. Þá viðraði mun betur en í ár. Galvaskir hlaupakappar láta veðrið þó ekki á sig fá. Hið árlega Laugavegshlaup var ræst í Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlaupararnir láta veðrið ekki á sig fá, en hlaupaleiðin er köld og blaut. Galvaskir hlauparar lögðu af stað í rútu í Landmannalaugar klukkan hálf fimm í morgun og hófu hlaup sín klukkan níu. Þessi vinsæla gönguleið um íslensk öræfi er 55 kílómetra löng og venjan er að ganga hana á fjórum dögum. Fljótustu hlaupararnir gera sér aftur á móti lítið fyrir og hlaupa vegalengdina á fimm til sex tímum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun. Hlaupararnir þurfa ekki aðeins að berjast við mikla hækkun á leiðinni heldur eru veðuraðstæður mun erfiðari en verið hefur síðustu ár. Leiðin er köld og blaut, og mikill snjór á efsta punkti leiðarinnar við Hrafntinnusker og nágrenni. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri, segir hlauparana vera í toppformi og láti veðrið alls ekki setja strik í reikninginn. Fólk hafi einfaldlega búið sig eftir veðri. „Veðrið er nú ekki alveg upp á sitt besta, það snjóaði við Hrafntinnusker og það er mikill snjór þarna upp frá. En þetta fólk sem er vant ýmsum aðstæðum, er vel þjálfað og hefur ekki áhyggjur af þessu,“ segir Svava. Alls hlaupa 306 hlauparar leiðina í ár, 89 konur og 217 karlar. Fjöldi erlendra þáttakenda hefur aldrei verið meiri, en 126 einstaklingar af 27 mismunandi þjóðernum taka þátt í dag. Aldur þátttakenda er frá 22 ára til 72 ára. Von er á fyrstu hlaupurunum í mark í Þórsmörk á milli eitt og tvö í dag. Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Hið árlega Laugavegshlaup var ræst í Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlaupararnir láta veðrið ekki á sig fá, en hlaupaleiðin er köld og blaut. Galvaskir hlauparar lögðu af stað í rútu í Landmannalaugar klukkan hálf fimm í morgun og hófu hlaup sín klukkan níu. Þessi vinsæla gönguleið um íslensk öræfi er 55 kílómetra löng og venjan er að ganga hana á fjórum dögum. Fljótustu hlaupararnir gera sér aftur á móti lítið fyrir og hlaupa vegalengdina á fimm til sex tímum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun. Hlaupararnir þurfa ekki aðeins að berjast við mikla hækkun á leiðinni heldur eru veðuraðstæður mun erfiðari en verið hefur síðustu ár. Leiðin er köld og blaut, og mikill snjór á efsta punkti leiðarinnar við Hrafntinnusker og nágrenni. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri, segir hlauparana vera í toppformi og láti veðrið alls ekki setja strik í reikninginn. Fólk hafi einfaldlega búið sig eftir veðri. „Veðrið er nú ekki alveg upp á sitt besta, það snjóaði við Hrafntinnusker og það er mikill snjór þarna upp frá. En þetta fólk sem er vant ýmsum aðstæðum, er vel þjálfað og hefur ekki áhyggjur af þessu,“ segir Svava. Alls hlaupa 306 hlauparar leiðina í ár, 89 konur og 217 karlar. Fjöldi erlendra þáttakenda hefur aldrei verið meiri, en 126 einstaklingar af 27 mismunandi þjóðernum taka þátt í dag. Aldur þátttakenda er frá 22 ára til 72 ára. Von er á fyrstu hlaupurunum í mark í Þórsmörk á milli eitt og tvö í dag.
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira