Spjótkastskonan Ásdís Hjálmsdóttir hafnaði í þriðja sæti á frjálsíþróttamótinu í Meeting Madríd í samnefndri borg á Spáni í kvöld.
Ásdís kastaði 58,97 metra í sjötta og síðasta kasti sínu sem dugði henni til þriðja sætis.
Linda Stahl frá Þýskalandi sigraði með kasti upp á 60,61 metra. Íslandsmet Ásdísar er 62,77 metrar frá því á Ólympíuleikunum í London í fyrra. Það kast hefði dugað til yfirburðarsigurs í keppninni í Madríd í kvöld.
Ásdís átti fimmta besta árangur þeirra átta kvenna sem köstuðu í höfuðborg Spánar í kvöld.

