Sport

Aníta heimsmeistari

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu.

Aníta átti langbesta tímann í undanúrslitum af öllum keppendum og þótti sigurstrangleg fyrir hlaupið. Aníta virkaði afslöppuð þegar keppendur voru kynntir til leiks og ætlaði sér greinilega að standa sig.

Aníta hljóp fyrri hringinn á 58,25 sekúndum en okkar fótfrái hlaupari var í algjörum sérflokki. Eftir fyrri hringinn tók hún fram úr öðrum keppendum, jók aðeins forskotið á seinni hringnum og kom langfyrst í mark á tímanum 2:01,13 mínútum. Tíminn er sá næstbesti á árinu og tæpri sekúndu frá hennar besta tíma, 2:00,49.

Dureti Edao frá Eþíópíu hafnaði í öðru sæti á 2:03,25 mínútum og Raevyn Rogers frá Bandaríkjunum varð þriðja á 2:03.32.

Nánari úrslit má sjá hér.

Ísland hefur eignast sinn fyrsta heimsmeistara í frjálsum íþróttum í flokki ungmenna. Til hamingju Aníta Hinriksdóttir og Íslendingar allir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×