Sport

Sveinbjörg nálægt sínu besta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sveinbjörg Zophaníasdóttir og María Rún Gunnlaugsdóttir kepptu í sjöþraut á Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri í Finnlandi um helgina.

Sveinbjörg endaði í fjórtánda sæti af þeim sautján keppendum sem luku keppni og hlaut hún alls 5435 stig. Það er hennar næstbesta þraut frá upphafi en persónulegt met hennar er 5479 stig frá EM landsliða í síðasta mánuði.

María Rún kláraði ekki þraut sína þar sem hún meiddist á fæti á fyrri keppnisdeginum. Hún hafði þá stokkið 1,69 m í hástökki og kastað 11,22 m í kúluvarpi sem er persónulegt met í báðum greinum í þraut.

Sveinbjörg var nálægt sínu besta í hástökki (1,75 m) og bætti persónulegt met sitt í 200 m halupi (25,68 sek) og 800 m hlaupi (2:22,89 mín).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×