Hlauparinn Kolbeinn Höður Gunnarsson varð naumlega af sæti í undanúrslitum í 400 m hlaupi karla á Evrópumeistaramóti nítján ára og yngri á Ítalíu í morgun.
Kolbeinn hljóp á 48,06 sekúndum og átti næstbesta tímann af þeim sem komust ekki í undanúrslitin. Hann hafnaði í átjánda sæti af 28 keppendum.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir hélt áfram keppni í sjöþraut kvenna en stökk yfir 1,71 m í hástökki sem er persónulegt met í þraut. Hún bætti einnig sinn besta árangur í 100 m grindahlaupi í morgun er hún hljóp á 14,14 sekúndum.
Arna Stefanía er í sjötta sæti sjöþrautarkeppninnar að loknum tveimur greinum með 1826 stig.
Persónulegt met dugði ekki
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
