Spretthlauparinn Usain Bolt bar sigur úr býtum í 200 metra hlaupi á Demantamóti í París sem fram fór í kvöld.
Bolt kom í mark á besta tíma ársins eða 19,73 sekúndur. Í öðru sæti var Warren Weir á 19,92 sekúndum og í þriðja sætinu hafnaði Christiphe Lemaitre á tímanum 20,03 sekúndum.
Bolt undirbýr sig nú óðum fyrir heimsmeistaramótið í Moskvu sem fram fer í ágúst.
Bolt kom í mark á besta tíma ársins
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið








Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn

Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti
