Íslenski boltinn

Þorvaldur verður í stúkunni í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson mun ekki stýra liði ÍA í kvöld en það verður í höndum þeirra Dean Martin og Jóns Þórs Haukssonar. Þorvaldur var ráðinn þjálfari ÍA í gær eftir að Þórður Þórðarson hætti störfum hjá félaginu.

„Þeir Dean og Jón hafa undirbúið liðið vel fyrir þennan leik og klára það verkefni. Ég mun að sjálfsögðu fylgjast með og ég hlakka til að sjá leikinn,“ sagði Þorvaldur í samtali við Reitarboltann á 433.is í dag.

„Ég hef fulla trú á strákunum og að þeir geti klárað leikinn,“ bætti hann við en ÍA leikur gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla klukkan 19.15. Leikurinn verður í beinni lýsingu á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×