Handbolti

Aron: Hefði verið gaman að spila í Herning

Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, segist ekki beint hafa hoppað hæð sína í fullum herklæðum er hann fylgdist með drættinum fyrir EM.

Ísland lenti í dauðariðlinum og allir leikir Íslands verða gríðarlega erfiðir.

"Þarna eru bestu liðin úr öllum styrkleikaflokkum. Þetta hefði alveg getað farið betur," sagði Aron við Vísi.

"Það þýðir samt ekkert að væla yfir því. Allir leikir á þessu móti eru erfiðir og við verðum að mæta tilbúnir til leiks."

Ísland hefði getað lent í A eða B-riðli en lenti í B-riðli sem er spilaður í Álaborg. Heimamenn spila í A-riðli og þar verður fullt hús í Herning, 14 þúsund manns, á hverjum leik.

"Ég neita því ekki að það hefði verið gaman að lenda í A-riðli og spila í stemningunni þar. Danir eiga samt klárlega eftir að gera þetta vel og það verður fjör í öllum riðlum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×