Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er komin á æfingasvæðið á ný eftir að hafa verið ákærður fyrir morð.
Pistorius skaut kærustu sína, Reeva Steenkamp, 14. febrúar á þessu ári en atburðurinn átti sér stað á þeirra heimili.
Pistorius hefur alltaf haldið því fram að um slys hafi verið og að hann hafi haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða.
Hlauparinn er frægastur fyrir það að hann hleypur á gervifótum frá Össuri hf, en hann tók þátt á síðustu Ólympíuleikum sem haldnir voru í London árið 2012.
Pistorius hyggst ekki alfarið snúa til baka á þessari stundu og æfir aðeins til stytta sér stundir í bið sinni eftir réttarhöldunum, en einnig vill hlauparinn vera andlega og líkamlega tilbúinn í þau átök sem framundan eru í réttarsalnum.
Eins og áður segir er Pistorius ákærður fyrir morð. Pistorius mun koma fyrir rétt þann 19. ágúst.
Sport