Sport

Ásdís fer til Moskvu | Aníta gaf ekki kost á sér

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir Mynd / Getty Images
Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir hefur tilkynnt Frjálsíþróttasambandi Íslands að hún ætli sér ekki að taka þátt á heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum sem fram fer í Moskvu 10.-18. ágúst næstkomandi.

Aníta vill frekar einbeita sér að heimsmeistaramóti 17 ára og yngri og Evrópumeistaramóti 19 ára en þessi mót fara bæði fram í júlí.

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur því í staðinn fengið leyfi til að senda út spjótkastarann Ásdísi Hjálmsdóttur til Moskvu.

Ásdís var hársbreidd frá því að ná lágmarkinu fyrir heimsmeistaramótinu í Sollentuna í Svíþjóð í gær þegar hún kastaði 59,97 metra og var því þremur sentímetrum frá lágmarkinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×