Listamenn reiðir og hræddir vegna ummæla Vigdísar Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2013 13:42 Listamenn eru reiðir og óttaslegnir vegna orða Vigdísar. Kristín Steinsdóttir segir ljóst að samband rithöfunda muni bregðast við. Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg." Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Mjög þungt er í listamönnum vegna ummæla Vigdísar Hauksdóttur, formanns fjárlaganefndar, um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi listamannalauna. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, telur einsýnt að sambandið muni bregðast við. Vigdís Hauksdóttir var á beinni línu hjá DV á miðvikudag og sagði stefnu Framsóknarflokksins þá að afnema skuli listamannalaun í þeirri mynd sem þau eru og velja og styrkja í staðinn unga efnilega listamenn.Uggur í herbúðum listamannaOrð Vigdísar hafa vakið mikla athygli og nánast skelfingu í herbúðum listamanna. Einkum telja rithöfundar að sér vegið. Kristín Steinsdóttir, formaður Rithöfundasambandsins, segir svo vera. 14 aðildarfélög eru í Bandalagi íslenskra listamanna. "Við eigum pantaðan fund með menntamálaráðherra. Við erum að bíða eftir þeim fundi. Bandalag listamanna er að fara á fund með honum í dag. Við sækjum þetta mál auðvitað í gegnum menntamálaráðherra en ekki formann fjárlaganefndar." Þungt hljóðið og uggur er í rithöfundum vegna ummæla Vigdísar, að sögn Kristínar, sem fer ekki í launkofa með að verið sé að sneiða ómaklega að rithöfundum.Ekki einhver Jón úti í bæ sem talar "Ég finn það, það er mikill uggur í mönnum; það er mikið skrifað, mikið hringt og menn eru mjög uggandi. Þetta eru stór orð sem eru látin falla. Og ég ítreka, þetta er ekki frá neinum meðal-Jóni úti í bæ. Þetta er formaður fjárlaganefndar." Kristín segir menn almennt ekki skilja að listamannalaunin séu mjög atvinnuskapandi og afleidd störf séu mörg. Fólki hætti til að líta á listamenn sem ölmusumenn. Og einnig hættir fólki til að rugla saman listamannalaunum og heiðurslaunum listamanna. Það er tvennt ólíkt. "Það er við mjög ramman reip að draga. Og svona yfirlýsingar eru svo sárar og koma á svo miklu róti. Nú situr fólk og er að reyna að klára bækurnar sínar. Það eru allir hræddir. Verð ég settur á næst? Verður ekkert til að setja á? Þetta er vond staða og ég leyfi mér að segja, ómakleg."
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira