Í máli gegn Forbes vegna stöðu sinnar á auðmannalista 10. júní 2013 08:07 Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Prinsinn sem hér um ræðir, Alwaleed bin Talal, var í 26. sæti á listanum fyrir þetta ár með auðæfin sem metin voru á 20 milljarða dollara. Prinsinn segir að auðæfi sín séu 10 milljörðum dollara meiri og því eigi hann að vera ofar á listanum. Í frétt um málið í blaðinu Los Angeles Times segir að prinsinn sé æfur af reiði vegna þess hversu neðarlega hann er á þessum lista. Fram kemur í blaðinu að Forbes kunni að hafa gert hann enn reiðari með því að birta grein um hvernig hann metur sjálfur auðæfi sín en þar stendur ekki steinn yfir steini að mati tímaritsins. „Árum saman hafa fyrrum forstjórar fyrirtækja í eigu Alwaleed sagt mér að prinsinn ýki eigur sínar á kerfisbundinn hátt um milljarða dollara þótt hann sé einn af auðugustu mönnum heimsins,“ skrifaði Kerry Dolan einn af blaðamönnum Forbes í fyrrnefndri grein. Hann bætir því við að jafnvel hinum athyglissjúka Donald Trump hafi aldrei dottið slíkt í hug. Í frétt Los Angeles Times segir að ef auðæfi prinsins væru metin 10 milljörðum dollara meiri en Forbes gerir myndi það nægja til að hann næði 9. sæti á fyrrgreindum lista. Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Prinsinn sem hér um ræðir, Alwaleed bin Talal, var í 26. sæti á listanum fyrir þetta ár með auðæfin sem metin voru á 20 milljarða dollara. Prinsinn segir að auðæfi sín séu 10 milljörðum dollara meiri og því eigi hann að vera ofar á listanum. Í frétt um málið í blaðinu Los Angeles Times segir að prinsinn sé æfur af reiði vegna þess hversu neðarlega hann er á þessum lista. Fram kemur í blaðinu að Forbes kunni að hafa gert hann enn reiðari með því að birta grein um hvernig hann metur sjálfur auðæfi sín en þar stendur ekki steinn yfir steini að mati tímaritsins. „Árum saman hafa fyrrum forstjórar fyrirtækja í eigu Alwaleed sagt mér að prinsinn ýki eigur sínar á kerfisbundinn hátt um milljarða dollara þótt hann sé einn af auðugustu mönnum heimsins,“ skrifaði Kerry Dolan einn af blaðamönnum Forbes í fyrrnefndri grein. Hann bætir því við að jafnvel hinum athyglissjúka Donald Trump hafi aldrei dottið slíkt í hug. Í frétt Los Angeles Times segir að ef auðæfi prinsins væru metin 10 milljörðum dollara meiri en Forbes gerir myndi það nægja til að hann næði 9. sæti á fyrrgreindum lista.
Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira