Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2013 18:45 Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. Ráðning hans er liður í því að koma á fót öflugu íslensku olíuleitarfélagi, sem starfi á alþjóðlegum olíusvæðum. Terje Hagevang stýrði áður norska olíuleitarfélaginu Sagex, og eftir sameiningu þess við breska félagið Valiant, varð hann leitarstjóri Valiant og forstjóri þess í Noregi. Hann er talinn manna fróðastur um Jan Mayen-svæðið, og þar með Drekann, rannsakaði það fyrst fyrir 35 árum og var lengi ráðgjafi bæði norskra og íslenskra stjórnvalda. Fyrir fimm árum lýsti hann því mati sínu að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims, og hefur nýtt auðlindamat sem Olíustofnun Noregs birti í haust styrkt trú manna um miklar auðlindir svæðisins. Terje Hagevang hefur ítrekað lýst þeirri sannfæringu sinni að Íslendingar verði olíuþjóð og í viðtali í Klinkinu í vetur spáði hann því að fyrsti borpallurinn kæmi á Jan Mayen-svæðið eftir fjögur til fimm ár. Eftir að kanadíska félagið Ithaca yfirtók Valiant í vor ákvað hann að láta af störfum og hefur hann nú verið ráðinn til íslenska félagsins Eykons Energy. Um ástæður þess segir Terje í samtali við Stöð 2 að Drekasvæðið sé spennandi framtíð en einnig hafi Eykon möguleika til að vaxa út fyrir það svæði, eins og til Noregs og Bretlandseyja, líkt og gerst hafi með færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Raunar herma heimildir fréttastofu að ráðning Terje Hagevang sé einmitt liður í stórum áformum, að sameina félögin Eykon og Kolvetni, og mynda stórt íslenskt olíuleitarfélag sem hafi ekki aðeins burði til að taka þátt í olíuleit af krafti í íslenskri lögsögu heldur einnig á hafsvæðum utan Íslands. Klinkið Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. Ráðning hans er liður í því að koma á fót öflugu íslensku olíuleitarfélagi, sem starfi á alþjóðlegum olíusvæðum. Terje Hagevang stýrði áður norska olíuleitarfélaginu Sagex, og eftir sameiningu þess við breska félagið Valiant, varð hann leitarstjóri Valiant og forstjóri þess í Noregi. Hann er talinn manna fróðastur um Jan Mayen-svæðið, og þar með Drekann, rannsakaði það fyrst fyrir 35 árum og var lengi ráðgjafi bæði norskra og íslenskra stjórnvalda. Fyrir fimm árum lýsti hann því mati sínu að Jan Mayen-svæðið gæti verið álíka verðmætt og Noregshaf, eitt helsta olíusvæði heims, og hefur nýtt auðlindamat sem Olíustofnun Noregs birti í haust styrkt trú manna um miklar auðlindir svæðisins. Terje Hagevang hefur ítrekað lýst þeirri sannfæringu sinni að Íslendingar verði olíuþjóð og í viðtali í Klinkinu í vetur spáði hann því að fyrsti borpallurinn kæmi á Jan Mayen-svæðið eftir fjögur til fimm ár. Eftir að kanadíska félagið Ithaca yfirtók Valiant í vor ákvað hann að láta af störfum og hefur hann nú verið ráðinn til íslenska félagsins Eykons Energy. Um ástæður þess segir Terje í samtali við Stöð 2 að Drekasvæðið sé spennandi framtíð en einnig hafi Eykon möguleika til að vaxa út fyrir það svæði, eins og til Noregs og Bretlandseyja, líkt og gerst hafi með færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Raunar herma heimildir fréttastofu að ráðning Terje Hagevang sé einmitt liður í stórum áformum, að sameina félögin Eykon og Kolvetni, og mynda stórt íslenskt olíuleitarfélag sem hafi ekki aðeins burði til að taka þátt í olíuleit af krafti í íslenskri lögsögu heldur einnig á hafsvæðum utan Íslands.
Klinkið Tengdar fréttir Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30 Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42 Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00 Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Kínverjar leiða umsókn um 3ja leyfið á Drekasvæðinu Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC hefur óskað eftir að komast í olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Ráðamenn Eykons segjast hafa átt frumkvæði að því að fá Kínverjana. 4. júní 2013 18:30
Olíustarfsemin byrjar á morgun - borpallur 2017 Morgundagurinn markar upphafið að olíuævintýri Íslendinga, að mati leitarstjóra Valiant Petroleum, sem segir allar rannsóknir benda til þess að Íslendingar verði olíuþjóð. Hann telur að fyrsti borpallurinn komi á Jan Mayen-svæðið á árunum 2017 til 2018. Fáir þekkja Drekasvæðið betur en Norðmaðurinn Terje Hagevang. 3. janúar 2013 18:42
Fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekann Kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ("sínúkk") er fyrsti olíurisinn sem sækir um Drekasvæðið og vonast ráðamenn Eykons Energy til að innkoma hans kveiki áhuga annarra risaolíufélaga heimsins á íslenska landgrunninu. 5. júní 2013 12:00