Sport

Sjö taka þátt í EM landsliða

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arna Stefanía Guðmundsdóttir.
Arna Stefanía Guðmundsdóttir. Mynd/Stefán
Evrópukeppni landsliða í fjölþraut fer fram í í Portúgal í lok mánaðarins og mun Íslands senda sjö manna lið til keppni.

Ísland er í 2. deild ásamt Danmörku, Írlandi, Ísrael, Króatíu, Litháen, Noregi, Portúgal, Rúmeníu, Serbíu og Slóvakíu. Tvö efstu liðin í sameiginlegri stigakeppni karla og kvenna komast upp í 1. deildina.

Þrjár bestu þrautirnar í karla- og kvennaflokki gilda þegar stigin verða talin.

Besta fjölþrautarfólk Íslands síðustu ár, Einar Daði Lárusson og Helga Margrét Þorsteinsdóttir, taka ekki þátt. Einar Daði er meiddur í hásin og Helga Margrét gaf ekki kost á sér til þátttöku.

Keppnislið Íslands er þannig skipað:

Konur:

Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ÍR

Fjóla Signý Hannesdóttir, HSK

María Rún Gunnlaugsdóttir, Ármanni

Sveinbjörg Zophoníasdóttir, FH

Karlar:

Hermann Þór Haraldsson, FH

Ingi Rúnar Kristinsson, Breiðabliki

Krister Blær Jónsson, Breiðabliki




Fleiri fréttir

Sjá meira


×