Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur lokið keppni á frjálsíþróttamóti í Róm sem er hluti af Demantamótaröð alþjóða frjálsíþróttasambandsins.
Ásdís kastaði lengst 58,67 metra og hafnaði í níunda sæti mótsins. Ásdís á best 62,77 metra og því var hún töluvert frá sínu besta.
Rússinn Mariya Abakumova náði í annað sætið með kasti uppá 64,03 metra en það var Þjóðverjinn Christina Obergföll sem bar sigur úr býtum á mótinu en hún kastaði 66,45 metra.
Heimsmetið á hin tékkneska Barbora Špotáková en hún kastaði 72,28 metra á móti í Stuttgart 13. september 2008.

