Pistill: Rándýr Frakki Baldur Beck skrifar 7. júní 2013 10:30 Tony Parker í baráttu við LeBron James í nótt. Nordicphotos/AFP San Antonio átti draumabyrjun í úrslitaeinvíginu í nótt þegar það stal fyrsta leiknum í Miami með dramatískum 92-88 sigri á heimamönnum. Tony Parker stal senunni og innsiglaði sigurinn með fáránlegri sigurkörfu fimm sekúndum fyrir leikslok. Vonandi snýst umræðan eftir leikinn um eitthvað annað en að LeBron James hafi ekki skorað yfir 30 stig. Hann var reyndar búinn að skora yfir 20 stig í tólf leikjum í röð áður en hann skilaði "bara" átján stigum gegn Spurs í nótt (og átján fráköstum og tíu stoðsendingum), en hann var líka ekki að spila á móti liðum þjálfuðum af Gregg Popovich. Nei, umræðan ætti að snúast um það hvað þessi sigur er rosalega mikilvægur fyrir San Antonio eftir alla þessa hvíld - og hvað Tony Parker er búinn að líma nafn sitt í sögubækurnar, hafi hann ekki þegar verið búinn að því. Við værum að gera lítið úr leik hans ef við gerðum ekki annað en að hrósa honum fyrir sigurkörfuna, sem auðvitað hafði eitthvað með heppni að gera. Snúningskarfan sem hann skoraði rétt á undan, leikstjórn hans og sú staðreynd að hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum, segja meira um frammistöðu hans. Þetta er bara snillingur. Tim Duncan setur tvö stig í Miami.Nordicphotos/AFP Það var ekkert annað en upplifun að horfa á þessi lið kljást og það má ekki ein einasta amma eða antísportisti missa af restinni af þessu einvígi. Áhugavert að sjá Dwyane Wade spila miklu, miklu betur en hann gerði í helmingnum af leikjunum gegn Indiana. Virkaði ekki mikið að honum í þessum leik. Chris Bosh? Bleh. Chris Bosh er Chris Bosh. Við setjum spurningamerki við öll þessi langskot hans, en það er engin tilviljun að hann sé að taka þau. San Antonio vill að hann taki þau - og Spoelstra þjálfari hans treystir honum til að taka þau. Annars væri hann ekki að taka þau hvað eftir annað, hvað sem þér finnst svo um það. Við værum auðvitað ekki að tala um þetta ef hann hefði sett eitthvað af þeim niður, sérstaklega það síðasta.Pistilinn í heild sinni má lesa hér. LeBron skoraði átján stig í leiknum sem er lægsta skor hans í úrslitakeppninni í ár.Nordicphotos/AFP Baldur Beck er körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport og heldur úti bloggsíðunni NBA Ísland. Þá er hann reglulega með hlaðvarp og það nýjasta, þar sem fjallað er um úrslitaeinvígið, má nálgast hér (13. þáttur). NBA Tengdar fréttir Jordan komst ekki í úrvalsliðið Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli. 6. júní 2013 21:45 Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. 2. júní 2013 22:45 Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna. 6. júní 2013 16:06 Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. 7. júní 2013 07:28 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira
San Antonio átti draumabyrjun í úrslitaeinvíginu í nótt þegar það stal fyrsta leiknum í Miami með dramatískum 92-88 sigri á heimamönnum. Tony Parker stal senunni og innsiglaði sigurinn með fáránlegri sigurkörfu fimm sekúndum fyrir leikslok. Vonandi snýst umræðan eftir leikinn um eitthvað annað en að LeBron James hafi ekki skorað yfir 30 stig. Hann var reyndar búinn að skora yfir 20 stig í tólf leikjum í röð áður en hann skilaði "bara" átján stigum gegn Spurs í nótt (og átján fráköstum og tíu stoðsendingum), en hann var líka ekki að spila á móti liðum þjálfuðum af Gregg Popovich. Nei, umræðan ætti að snúast um það hvað þessi sigur er rosalega mikilvægur fyrir San Antonio eftir alla þessa hvíld - og hvað Tony Parker er búinn að líma nafn sitt í sögubækurnar, hafi hann ekki þegar verið búinn að því. Við værum að gera lítið úr leik hans ef við gerðum ekki annað en að hrósa honum fyrir sigurkörfuna, sem auðvitað hafði eitthvað með heppni að gera. Snúningskarfan sem hann skoraði rétt á undan, leikstjórn hans og sú staðreynd að hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum, segja meira um frammistöðu hans. Þetta er bara snillingur. Tim Duncan setur tvö stig í Miami.Nordicphotos/AFP Það var ekkert annað en upplifun að horfa á þessi lið kljást og það má ekki ein einasta amma eða antísportisti missa af restinni af þessu einvígi. Áhugavert að sjá Dwyane Wade spila miklu, miklu betur en hann gerði í helmingnum af leikjunum gegn Indiana. Virkaði ekki mikið að honum í þessum leik. Chris Bosh? Bleh. Chris Bosh er Chris Bosh. Við setjum spurningamerki við öll þessi langskot hans, en það er engin tilviljun að hann sé að taka þau. San Antonio vill að hann taki þau - og Spoelstra þjálfari hans treystir honum til að taka þau. Annars væri hann ekki að taka þau hvað eftir annað, hvað sem þér finnst svo um það. Við værum auðvitað ekki að tala um þetta ef hann hefði sett eitthvað af þeim niður, sérstaklega það síðasta.Pistilinn í heild sinni má lesa hér. LeBron skoraði átján stig í leiknum sem er lægsta skor hans í úrslitakeppninni í ár.Nordicphotos/AFP Baldur Beck er körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport og heldur úti bloggsíðunni NBA Ísland. Þá er hann reglulega með hlaðvarp og það nýjasta, þar sem fjallað er um úrslitaeinvígið, má nálgast hér (13. þáttur).
NBA Tengdar fréttir Jordan komst ekki í úrvalsliðið Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli. 6. júní 2013 21:45 Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. 2. júní 2013 22:45 Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna. 6. júní 2013 16:06 Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. 7. júní 2013 07:28 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira
Jordan komst ekki í úrvalsliðið Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli. 6. júní 2013 21:45
Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. 2. júní 2013 22:45
Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna. 6. júní 2013 16:06
Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. 7. júní 2013 07:28