Sport

Annað gull til Anítu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Björn Guðmundsson

Aníta Hinriksdóttir vann sín önnur gullverðlaun á Smáþjóðaleikunum í dag þegar hún kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi kvenna.

Aníta kom í mark á tímanum 54,29 sekúndum sem er hennar besti árangur. Íslandsmet Guðrúnar Arnardóttur frá 1997 er 52,83 sekúndur.

Ívar Kristinn Jasonarson vann silfurverðlaun í 400 metra hlaupi karla. Ívar hljóp á tímanum 48,05 sekúndum og þriðji varð Kolbeinn Höður Gunnarsson á 48,21 sekúndum.

Ívar Kristinn náði sínum albesta tíma í þessari erfiðu grein er hann rann hringinn á 48,05 sekúndum, hálfri sekúndu betur en í undankeppninni. Hann á 48,06 sek inni.

Kolbeinn Höður bætti sinn besta utanhússtíma frá undankeppninni um 29/100 er hann var rúmum metra á eftir Ívari á 48,21 sek. Kolbeinn á hins vegar 48,03 sek inni. Þeir kumpánar eru því að bítast um hvor hlaupi fyrr undir 48 sekúndum.

Óðinn Björn Þorsteinsson hafnaði í fjórða sæti í kúluvarpi og Snorri Sigurðsson í 5. sæti í 1500 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×