Tónlistarmaðurinn Bob Dylan heldur í dag upp á sjötíu og tveggja ára afmæli sitt. Hann er í fullu fjöri og gaf fyrr á árinu út plötu.
Dylan fæddist inn í gyðingafjölskyldu í Duluth í Minnesota og var skírður Robert Allen Zimmerman. Dylan hefur haft mikil áhrif á tónlist seinustu 5 áratuga.
Hann hefur unnið sér inn fjölda verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal nokkur Grammy verðlaun. Dylan hefur síðustu ár verið orðaður við Nóbelsverðlaun í bókmenntum vegna texta sinna.
Hér fyrir ofan má sjá Dylan taka lagið Knockin' On Heaven's Door í myndveri MTV árið 1995.
Erlent