Fækkaði um tvo í landsliðshópnum rétt fyrir brottför Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2013 16:20 Mynd/Anton Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður ekki með fullt lið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg sem hefjast í næstu viku. Aðeins tíu leikmenn flugu út í morgun þar sem tveir urðu að segja sig út úr hópnum vegna meiðsla. Þeir Hörður Axel Vilhjálmsson sem spilar með MBC í Þýskalandi og Finnur Atli Magnússon sem spilar með KR voru valdir í tólf manna hópinn en drógu sig út úr hópnum vegna meiðsla. Þetta er áfall fyrir liðið enda Hörður Axel og Finnur Atli líklegir til að spila stórt hlutverk í liðinu. Það er mikið um forföll í landsliðshópnum á þessu móti og þar á meðal er þjálfarinn Peter Öqvist, þjálfari landsliðsins sem átti ekki heimangengt, að þessu sinni. Aðstoðarmaður hans, Pétur Már Sigurðsson, mun stýra íslenska liðinu. Það eru aðeins þrír leikmenn í liðinu sem voru með í undankeppni EM síðasta haust en það eru bakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson, framherjinn Axel Kárason og skyttan Brynjar Þór Björnsson. Af tíu leikmönnum hafa fjórir aldrei spilað A-landsleik áður. Brotthvarf þeirra Harðar og Finns þýðir einnig að Magnús Þór Gunnarsson er einn með yfir helminginn af landsliðsreynslu hópsins. Magnús Þór hefur spilað 73 landsleiki en hinir níu leikmennirnir hafa aðeins spilað 70 landsleiki samanlagt.Landslið karla á Smáþjóðaleikunum: Brynjar Þór Björnsson, KR - 26 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Newberry - 13 landsleikir Axel Kárason, Værlöse - 15 landsleikir Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík - 14 landsleikir Ragnar Nathanaelsson, Hamar - Nýliði Elvar Már Friðriksson, Njarðvík - Nýliði Justin Shouse, Stjarnan - Nýliði Martin Hermannsson, KR - Nýliði Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík - 73 landsleikir Jón Ólafur Jónsson, Snæfell - 2 landsleikir Pétur Már Sigurðsson – Þjálfari Arnar Guðjónsson - Aðstoðarþjálfari Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta verður ekki með fullt lið á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg sem hefjast í næstu viku. Aðeins tíu leikmenn flugu út í morgun þar sem tveir urðu að segja sig út úr hópnum vegna meiðsla. Þeir Hörður Axel Vilhjálmsson sem spilar með MBC í Þýskalandi og Finnur Atli Magnússon sem spilar með KR voru valdir í tólf manna hópinn en drógu sig út úr hópnum vegna meiðsla. Þetta er áfall fyrir liðið enda Hörður Axel og Finnur Atli líklegir til að spila stórt hlutverk í liðinu. Það er mikið um forföll í landsliðshópnum á þessu móti og þar á meðal er þjálfarinn Peter Öqvist, þjálfari landsliðsins sem átti ekki heimangengt, að þessu sinni. Aðstoðarmaður hans, Pétur Már Sigurðsson, mun stýra íslenska liðinu. Það eru aðeins þrír leikmenn í liðinu sem voru með í undankeppni EM síðasta haust en það eru bakvörðurinn Ægir Þór Steinarsson, framherjinn Axel Kárason og skyttan Brynjar Þór Björnsson. Af tíu leikmönnum hafa fjórir aldrei spilað A-landsleik áður. Brotthvarf þeirra Harðar og Finns þýðir einnig að Magnús Þór Gunnarsson er einn með yfir helminginn af landsliðsreynslu hópsins. Magnús Þór hefur spilað 73 landsleiki en hinir níu leikmennirnir hafa aðeins spilað 70 landsleiki samanlagt.Landslið karla á Smáþjóðaleikunum: Brynjar Þór Björnsson, KR - 26 landsleikir Ægir Þór Steinarsson, Newberry - 13 landsleikir Axel Kárason, Værlöse - 15 landsleikir Jóhann Árni Ólafsson, Grindavík - 14 landsleikir Ragnar Nathanaelsson, Hamar - Nýliði Elvar Már Friðriksson, Njarðvík - Nýliði Justin Shouse, Stjarnan - Nýliði Martin Hermannsson, KR - Nýliði Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík - 73 landsleikir Jón Ólafur Jónsson, Snæfell - 2 landsleikir Pétur Már Sigurðsson – Þjálfari Arnar Guðjónsson - Aðstoðarþjálfari
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira