Sport

Styður ekki hjónabönd samkynhneigðra

Adrian Peterson.
Adrian Peterson. vísir/getty

Besti leikmaður NFL-deildarinnar á síðasta tímabili, hlauparinn Adrian Peterson hjá Minnesota, segist ekki styðja hjónabönd samkynhneigðra.

Mikil umræða hefur verið um samkynhneigða íþróttamenn í Bandaríkjunum síðustu mánuði. Það byrjaði að mörgu leyti með Chris Kluwe, sparkara Vikings, en hann hefur talað mjög opinskátt um málefni samkynhneigðra.

Þó svo Peterson styðji ekki hjónabönd samkynhneigðra þá hefur hann ekkert á móti samkynhneigðum.

"Ég á ættingja sem er samkynhneigðir og ég hef ekkert á móti þeim. Ég kem alltaf eins fram við þá og ég elska þá. Ég trúi samt ekki á hjónaband samkynhneigðra en hver hefur rétt á sinni skoðun," sagði Peterson í útvarpsviðtali.

Hann segir að Kluwe sé góður vinur sinn. Kluwe var rekinn frá Vikings fyrir nokkru síðan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×