Curry meiddur en spilaði í sigri Golden State Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. maí 2013 06:54 Hið unga lið Golden State Warriors náði í gærkvöldi að jafna metin gegn San Antonio Spurs í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Golden State vann tíu stiga sigur í framlengingu, 97-87, og er staðan í undanúrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni nú jöfn, 2-2. Hvort lið hefur unnið einn heimaleik og einn útileik. San Antonio var yfir mestallan leikinn en Golden State kom til baka á lokamínútunum og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókn venjulegs leiktíma. Jarrett Jack klikkaði þá á lokaskotinu. En það var aldrei nein spurning í framlengingunni. Gestirnir frá San Antonio gátu nánast ekki keypt sér körfu og Golden State nýtti sér það til fullnustu. Leikstjórnandinn Stephen Curry var eins og svo oft áður frábær í sigri sinna manna. Hann var þó tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en spilaði eftir að hafa fengið góð ráð frá mömmu sinni - á sjálfan mæðradaginn. „Hún bara minnti mig á að halda áfram að berjast og treysta á stuðning liðsfélaganna,“ sagði Curry eftir leikinn í gær en hann skoraði alls 22 stig auk þess sem hann var með sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Hann setti niður fimm þrista í leiknum. „Ég hélt að hann gæti ekki spilað, miðað við hvernig upphitunin var,“ sagði Jack. „Það var svo ótrúlegt sjá hann hlaupa út um allt á annarri löppinni - hann minnti mig á Isiah Thomas í úrslitaeinvíginu gegn Lakers. Frammistaðan hans á lokakaflanum var mögnuð. Ég trúði ekki eigin augum.“ Stjarna leiksins var þó nýliðinn Harrison Barnes sem ekki byrjaður í skóla þegar að Tim Duncan hjá San Antonio spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni. Barnes skoraði 26 stig, sem er persónulegt met, og tók tíu fráköst. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu tilþrifum Barnes í leiknum. Jack var með 24 stig og Andrew Bogut var frábær í vörninni og tók átján fráköst. Hjá San Antonio voru Tony Parker með sautján stig, Manu Ginobili 21 og Tim Duncan nítján og fimmtán fráköst. Tveir leikir fara fram í deildinni í kvöld. Chicago tekur á móti Miami og Memphis mætir Oklahoma City. Neðst í fréttinni má sjá samantekt úr leiknum. NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Hið unga lið Golden State Warriors náði í gærkvöldi að jafna metin gegn San Antonio Spurs í rimmu liðanna í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Golden State vann tíu stiga sigur í framlengingu, 97-87, og er staðan í undanúrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni nú jöfn, 2-2. Hvort lið hefur unnið einn heimaleik og einn útileik. San Antonio var yfir mestallan leikinn en Golden State kom til baka á lokamínútunum og fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókn venjulegs leiktíma. Jarrett Jack klikkaði þá á lokaskotinu. En það var aldrei nein spurning í framlengingunni. Gestirnir frá San Antonio gátu nánast ekki keypt sér körfu og Golden State nýtti sér það til fullnustu. Leikstjórnandinn Stephen Curry var eins og svo oft áður frábær í sigri sinna manna. Hann var þó tæpur fyrir leikinn vegna ökklameiðsla en spilaði eftir að hafa fengið góð ráð frá mömmu sinni - á sjálfan mæðradaginn. „Hún bara minnti mig á að halda áfram að berjast og treysta á stuðning liðsfélaganna,“ sagði Curry eftir leikinn í gær en hann skoraði alls 22 stig auk þess sem hann var með sex fráköst og fjórar stoðsendingar. Hann setti niður fimm þrista í leiknum. „Ég hélt að hann gæti ekki spilað, miðað við hvernig upphitunin var,“ sagði Jack. „Það var svo ótrúlegt sjá hann hlaupa út um allt á annarri löppinni - hann minnti mig á Isiah Thomas í úrslitaeinvíginu gegn Lakers. Frammistaðan hans á lokakaflanum var mögnuð. Ég trúði ekki eigin augum.“ Stjarna leiksins var þó nýliðinn Harrison Barnes sem ekki byrjaður í skóla þegar að Tim Duncan hjá San Antonio spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni. Barnes skoraði 26 stig, sem er persónulegt met, og tók tíu fráköst. Hér fyrir neðan má sjá samantekt á helstu tilþrifum Barnes í leiknum. Jack var með 24 stig og Andrew Bogut var frábær í vörninni og tók átján fráköst. Hjá San Antonio voru Tony Parker með sautján stig, Manu Ginobili 21 og Tim Duncan nítján og fimmtán fráköst. Tveir leikir fara fram í deildinni í kvöld. Chicago tekur á móti Miami og Memphis mætir Oklahoma City. Neðst í fréttinni má sjá samantekt úr leiknum.
NBA Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira