Phil Jackson: Jordan var miklu meiri leiðtogi en Kobe Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2013 23:30 Michael Jordan og Kobe Bryant. Mynd/Nordic Photos/Getty Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni. NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Phil Jackson vann fjölmarga NBA-titla með bæði Michael Jordan (6) og Kobe Bryant (5) en hefur hingað til ekki verið mikið fyrir að bera þessa tvo stórbrotnu leikmenn saman eða fyrr en nú. Jackson ber þá saman í nýrri bók sem ber heitið "Eleven Rings: The Soul of Success." Phil Jackson vann ellefu meistaratitla sem þjálfari og tvo til viðbótar sem leikmaður í NBA-deildinni í körfubolta en enginn þjálfari hefur stýrt liði oftar til sigurs í NBA. „Einn af aðal muninum á þessum tveimur stjörnuleikmönnum er að Michael var miklu meiri leiðtogi. Hann gat vissulega verið erfiður við liðsfélaga sína en hann kunni þá list frábærlega að stjórna andrúmsloftinu innan liðsins með návist sinni," skrifar Phil Jackson. „Kobe er langt á eftir honum á þessu sviði. Hann er frábær leikmaður en var hafði ekki leiðtogahæfileikana í blóðinu eins og Michael," bætti Jackson við. En hvor þeirra var betri varnarmaður? „Michael var harðari af sér og áhrifameiri varnarmaður. Hann gat komist í gegnum nánast allar hindranir og gat stöðvað næstum því alla leikmenn með sínum einbeitta og ákafa varnarleik. Kobe treystir meira á líkamlegu hæfileika sína í vörninni en tekur miklu fleiri áhættur sem kemur honum oft í vandræði," sagði Jackson. Mynd/Nordic Photos/Getty „Jordan var betri í því að láta leikinn koma til sín í sókninni og átti alltaf eitthvað upp í erminni. Kobe er meira að þröngva sínu ekki síst þegar hlutirnir eru ekki að falla með honum. Þegar Kobe er ekki að hitta þá heldur hann viðþolslaust áfram þar til að það breytist. Michael fann þá aftur á móti aðrar leiðir til að hjálpa liðinu eins og með því að gefa boltann, spila góða vörn eða setja réttu hindranirnar fyrir liðsfélaga sína," skrifar Jackson. „Jordan er gæddur meiri persónutöfrum og hann er mun félagslyndari en Kobe. Michael elskaði að eyða tíma með liðsfélögunum og öryggisvörðunum. Kobe er allt öðruvísi og meira til baka," segir Jackson í bókinni sinni en það var The Los Angeles Times sem komst yfir handrit af henni.
NBA Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira