Fundir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, með forystumönnum annarra flokka sem eiga kjörna þingmenn halda áfram. Hann átti fund með Katrínu Jakobsdóttur í bítið og mun funda með forystumönnum Bjartrar Framtíðar klukkan ellefu. Hann fundaði með Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og Birgittu Jónsdóttur, kapteini Pírata, í gær.
Sem kunnugt er veitti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Sigmundi Davíð stjórnarmyndunarumboð í gær. Það var meðal annars á þeirri forsendu að Framsóknarflokkurinn bætti mestu fylgi við sig í nýafstöðnum alþingiskosningum.
