Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Stjarnan 19-21 | Úrslit N1-deildar kvenna Guðmundur Marinó Ingvarsson í Safamýri skrifar 1. maí 2013 12:39 mynd/daníel Stjarnan sigraði Fram öðru sinni í úrslitum N1 deildar kvenna, 21-19, og tók forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn öðru sinni. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Stjörnunnar en liðið lék frábæra vörn auk þess sem sóknarleikur liðsins gekk mjög vel fyrstu 30 mínútur leiksins. Leikurinn fór fjörlega af stað og var mikið skorað fyrstu mínútur leiksins sem var í járnum. Fram komst í 5-4 á 12. mínútu en þá skellti vörn Stjörnunnar í lás og Sunneva datt í stuð þar fyrir aftan. Fram skoraði aðeins þrjú mörk á 18 mínútum fram að hálfleik og var heppið að vera aðeins fimm mörkum undir 13-8. Fram lék frábæra vörn í seinni hálfleik. Stjarnan skoraði aðeins fjögur mörk fyrstu 23 mínútur seinni hálfleiks en var enn tveimur mörkum yfir 17-15 þar sem Fram gekk ekki mikið betur í sínum sóknarleik. Fram náði að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir 19-18 en þá skoraði Stjarnan tvö mörk í röð og gerði út um leikinn. Rakel Dögg Bragadóttir var frábær í fyrri hálfleik en ekkert gekk upp hjá henni eftir hlé. Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór fyrir Stjörnunni og lék frábærlega í vörn sem sókn. Esther Viktoría Ragnarsdóttir steig upp á mikilvægum augnablikum í seinni hálfleik og á sama tíma og lítið gekk hjá leikreyndari leikmönnum liðsins. Sunneva Einarsdóttir var frábær í marki Stjörnunnar en markverðir Fram vörðu aðeins fimm skot í leiknum og mun liðið ekki vinna fleiri leiki í úrslitakeppninni með svoleiðis markvörslu. Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á föstudaginn á heimavelli sínum Mýrinni. Hanna: Hefð fyrir silfrinu í Safamýri„Við vorum staðráðnar í að bæta fyrir síðasta leik og svo erum við búnar að ræða það að það er komin hefð fyrir því í Framheimilinu að fá silfrið. Við ætlum ekki að breyta því í Safamýrinni,“ sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir eftir leikinn. „Í svona viðureign þýðir ekkert að vera þreyttur. Aðal málið er að hausinn sé rétt skrúfaður á. Hann var ekki alveg nógu fastur síðast en mér fannst við mæta vel til leiks í dag. „Okkur hefur gengið rosalega vel á útivelli, þar er eiginlega fáránlegt. Við höfum alveg unnið sigra á heimavelli og við ætlum að gera það næst. „Við þurfum að kíkja á sóknarleikinn. Við frusum aðeins og vorum ekki að leggja okkur 100% í öll skotin. Það vantaði upp á að klára skotin betur. „Þær bættu í og við gáfum aðeins eftir. Skotin okkar voru ekki nógu góð og mér fannst við kærulausar á kafla,“ sagði Hanna sem telur þreytu engu máli skipta í rimmu liðanna en Stjarnan keyrði upp hraðann í leiknum strax í upphafi á meðan Fram stillti rólega upp í hverja sókn. „Þær eru með flottan hóp og vel þjálfaðar stelpur. Þetta er hausinn og hvað ætlar þú þér. Ertu tilbúinn að berjast fyrir dollunni,“ sagði Hanna ákveðin og talar af reynslu. Halldór: Einhver meinloka í liðinu„Þetta horfið mjög skringilega við mér langan hluta af leiknum. Við vorum yfirspenntar. Samt komum við fínt inn í leikinn. Við gerum mistök varnarlega en sóknarleikurinn gengur fínt og við skorum fín mörk. Svo er eins og einhver hafi tekið snúruna úr sambandi,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Fram. „Við gefum alveg svakalega eftir og förum að hengja haus yfir öllu og það kann ekki góðri lukku að stýra. „Stemningin var Stjörnu megin eins og hún var okkar megin í síðasta leik. Það fylgir liðinu sem er í uppsveiflu. Við þurfum að rífa okkur upp úr því. Þegar það er þetta erfitt að skora þá verður þetta erfitt. „Þetta féll ekki með okkur. Við fáum engin hraðaupphlaup í seinni hálfleik og náum ekki að nýta okkur góðan varnarleik. Við hlaupum hlið við hlið og gefum ranga sendingu og á rangan mann í stað þess að vera rólegri á því. Við vorum rosalega æstar allan leikinn. „Við verðum að fókusa á næsta leik. Við erum upp við vegg og þurfum að vinna næsta leik til að fá úrslitaleikinn. Það er ekkert annað í boði en að mæta, hafa fulla baráttu og njóta þess að vera í úrslitum. Þetta má ekki vera þannig að liðið sé hrætt við eitthvað sem er ekki til staðar. „Við þurfum að spila betur en í dag og það er ekki sjálfgefið. Þær eru komnar á bragðið og með hörkulið og miklar reynslubolta í liðinu. Við getum ekki haldið að þetta verði auðvelt í næsta leik af því að við töpuðum í dag. Við þurfum að stilla okkur saman,“ sagði Halldór sem óttast að það sé of stórt skref fyrir Fram að landa gullinu eftir fjögur silfur í röð í N1 deildinni. „Það er ekkert annað fyrir okkur en að afsanna það. Við vildum vinna þennan leik en það gekk ekki upp og við vorum yfirspenntar. Það er einhver meinloka í liðinu gagnvart einhverjum svona hlutum. „Við þurfum að trúa því að þetta sé hægt og við verðum að reyna að ganga eins langt og við getum til að verða Íslandsmeistarar. Þetta er fimmta árið í röð sem við stöndum í þessum sporum og ég sé því ekkert til fyrirstöðu að við náum ekki að gera það í næstu tveimur leikjum en til þess að það gerist þurfum við að spila töluvert miklu betur en við gerðum í dag og það er ekki sjálfgefið,“ sagði Halldór að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Stjarnan sigraði Fram öðru sinni í úrslitum N1 deildar kvenna, 21-19, og tók forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn öðru sinni. Frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigri Stjörnunnar en liðið lék frábæra vörn auk þess sem sóknarleikur liðsins gekk mjög vel fyrstu 30 mínútur leiksins. Leikurinn fór fjörlega af stað og var mikið skorað fyrstu mínútur leiksins sem var í járnum. Fram komst í 5-4 á 12. mínútu en þá skellti vörn Stjörnunnar í lás og Sunneva datt í stuð þar fyrir aftan. Fram skoraði aðeins þrjú mörk á 18 mínútum fram að hálfleik og var heppið að vera aðeins fimm mörkum undir 13-8. Fram lék frábæra vörn í seinni hálfleik. Stjarnan skoraði aðeins fjögur mörk fyrstu 23 mínútur seinni hálfleiks en var enn tveimur mörkum yfir 17-15 þar sem Fram gekk ekki mikið betur í sínum sóknarleik. Fram náði að minnka muninn í eitt mark þegar þrjár mínútur voru eftir 19-18 en þá skoraði Stjarnan tvö mörk í röð og gerði út um leikinn. Rakel Dögg Bragadóttir var frábær í fyrri hálfleik en ekkert gekk upp hjá henni eftir hlé. Hanna Guðrún Stefánsdóttir fór fyrir Stjörnunni og lék frábærlega í vörn sem sókn. Esther Viktoría Ragnarsdóttir steig upp á mikilvægum augnablikum í seinni hálfleik og á sama tíma og lítið gekk hjá leikreyndari leikmönnum liðsins. Sunneva Einarsdóttir var frábær í marki Stjörnunnar en markverðir Fram vörðu aðeins fimm skot í leiknum og mun liðið ekki vinna fleiri leiki í úrslitakeppninni með svoleiðis markvörslu. Stjarnan getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á föstudaginn á heimavelli sínum Mýrinni. Hanna: Hefð fyrir silfrinu í Safamýri„Við vorum staðráðnar í að bæta fyrir síðasta leik og svo erum við búnar að ræða það að það er komin hefð fyrir því í Framheimilinu að fá silfrið. Við ætlum ekki að breyta því í Safamýrinni,“ sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir eftir leikinn. „Í svona viðureign þýðir ekkert að vera þreyttur. Aðal málið er að hausinn sé rétt skrúfaður á. Hann var ekki alveg nógu fastur síðast en mér fannst við mæta vel til leiks í dag. „Okkur hefur gengið rosalega vel á útivelli, þar er eiginlega fáránlegt. Við höfum alveg unnið sigra á heimavelli og við ætlum að gera það næst. „Við þurfum að kíkja á sóknarleikinn. Við frusum aðeins og vorum ekki að leggja okkur 100% í öll skotin. Það vantaði upp á að klára skotin betur. „Þær bættu í og við gáfum aðeins eftir. Skotin okkar voru ekki nógu góð og mér fannst við kærulausar á kafla,“ sagði Hanna sem telur þreytu engu máli skipta í rimmu liðanna en Stjarnan keyrði upp hraðann í leiknum strax í upphafi á meðan Fram stillti rólega upp í hverja sókn. „Þær eru með flottan hóp og vel þjálfaðar stelpur. Þetta er hausinn og hvað ætlar þú þér. Ertu tilbúinn að berjast fyrir dollunni,“ sagði Hanna ákveðin og talar af reynslu. Halldór: Einhver meinloka í liðinu„Þetta horfið mjög skringilega við mér langan hluta af leiknum. Við vorum yfirspenntar. Samt komum við fínt inn í leikinn. Við gerum mistök varnarlega en sóknarleikurinn gengur fínt og við skorum fín mörk. Svo er eins og einhver hafi tekið snúruna úr sambandi,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Fram. „Við gefum alveg svakalega eftir og förum að hengja haus yfir öllu og það kann ekki góðri lukku að stýra. „Stemningin var Stjörnu megin eins og hún var okkar megin í síðasta leik. Það fylgir liðinu sem er í uppsveiflu. Við þurfum að rífa okkur upp úr því. Þegar það er þetta erfitt að skora þá verður þetta erfitt. „Þetta féll ekki með okkur. Við fáum engin hraðaupphlaup í seinni hálfleik og náum ekki að nýta okkur góðan varnarleik. Við hlaupum hlið við hlið og gefum ranga sendingu og á rangan mann í stað þess að vera rólegri á því. Við vorum rosalega æstar allan leikinn. „Við verðum að fókusa á næsta leik. Við erum upp við vegg og þurfum að vinna næsta leik til að fá úrslitaleikinn. Það er ekkert annað í boði en að mæta, hafa fulla baráttu og njóta þess að vera í úrslitum. Þetta má ekki vera þannig að liðið sé hrætt við eitthvað sem er ekki til staðar. „Við þurfum að spila betur en í dag og það er ekki sjálfgefið. Þær eru komnar á bragðið og með hörkulið og miklar reynslubolta í liðinu. Við getum ekki haldið að þetta verði auðvelt í næsta leik af því að við töpuðum í dag. Við þurfum að stilla okkur saman,“ sagði Halldór sem óttast að það sé of stórt skref fyrir Fram að landa gullinu eftir fjögur silfur í röð í N1 deildinni. „Það er ekkert annað fyrir okkur en að afsanna það. Við vildum vinna þennan leik en það gekk ekki upp og við vorum yfirspenntar. Það er einhver meinloka í liðinu gagnvart einhverjum svona hlutum. „Við þurfum að trúa því að þetta sé hægt og við verðum að reyna að ganga eins langt og við getum til að verða Íslandsmeistarar. Þetta er fimmta árið í röð sem við stöndum í þessum sporum og ég sé því ekkert til fyrirstöðu að við náum ekki að gera það í næstu tveimur leikjum en til þess að það gerist þurfum við að spila töluvert miklu betur en við gerðum í dag og það er ekki sjálfgefið,“ sagði Halldór að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira