Seattle berst fyrir NBA-liði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2013 22:15 Geimnálin í Seattle og Rainier fjall í baksýn. Neðst til hægri má sjá Key Arena þar sem Seattle Supersonics spilaði heimaleiki sína. Nordicphotos/Getty Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar. NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira
Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar.
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira