Sport

Mega ekki mála twitter-merkingar á völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mississippi State.
Mississippi State. Mynd/NordicPhotos/Getty
Samfélagsmiðillinn Twitter er sérstaklega vinsæll með íþróttamanna og íþróttaáhugafólks og bandaríska háskólafótboltalið Mississippi State háskólans ætlaði eins og fleiri að nýta sér það.

Mississippi State málaði twitter-merkingar (hashtag) á grasvöllinn á síðasta tímabili en stjórn NCAA (samtök bandaríska háskólaíþrótta) hefur nú ákveðið að setja bann á allar slíkar merkingar.

Bannið nær einnig til netfanga og vefsíðumerkinga á leikvöllum í bandaríska háskólafótboltanum sem og í öðrum íþróttagreinum innan NCAA. Það voru einnig kynntar nýjar reglur þar sem tekið er harðar á litafyllerí á búningum og hinum ýmsu aukahlutum sem voru farnir að vera skrautlegri og skrautlegri meðal leikmanna.

Bannið hefur vakið nokkra fjölmiðlaathygli enda þykir flestum þetta vera fullmikil forsjárhyggja en NCAA ætlaði með þessu greinilega að stöðva hugsanlegt "twitter-merkinga æði" í fæðingu. Málið var að sjálfsögðu mikið rætt á twitter, hvar annarsstaðar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×