Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Fram 27-24 Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 4. maí 2013 17:00 Tjörvi Þorgeirsson Mynd/Daníel Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik." Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Fram tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Ásvöllum í dag því Haukar unnu þriggja marka sigur 27-24 í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta. Fram er 2-1 yfir og fjórði leikur þeirra fer fram í Safmýrinni á mánudagskvöldið. Það þarf að vinna þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram byrjaði leikinn vel en síðan hrundi spilamennska liðsins. Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og breyttu stöðunni úr 6-7 í 13-7. Haukar voru síðan 18-12 yfir í hálfleik. Markvarslan var lítil hjá Haukum en nánast engin frá Fram enda gerði Einar Jónsson þjálfari liðsins tíð markmannsskipti. Haukar voru 21-15 yfir þegar 19 mínútur voru eftir en Framarar komu til baka, náðu flottum kafla, og náðu að jafna metin í 23-23. Skyndilega var Íslandsmeistarabikarinn handan við hornið. Haukar gáfu þá aftur í og tryggðu sér sigurinn. Hornamennirnir Gylfi Gylfason og Freyr Brynjarsson skoruðu saman þrettán mörk fyrir Hauka í þessum leik, Gylfi sjö og Freyr sex. Tjörvi Þorgeirsson skoraði einnig sex mörk. Róbert Aron Hostert var markahæstur hjá Fram með sex mörk.Gylfi Gylfason: Blóðið á tönnunum enn til staðar"Þessi leikur var í rauninni ekkert mjög frábrugðinn hinum tveimur. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik þar sem vörn og sókn gekk upp. Markvarslan kom og við náðum smá forskot. Svo duttum við niður í seinni hálfleik. Það var algjör óþarfi en þetta reddaðist í lokin," sagði hornamaðurinn Gylfi Gylfason. Hornamennirnir voru að finna sig vel, sérstaklega þá í fyrri hálfleik. "Þetta gekk ágætlega og við vorum að skora úr hraðaupphlaupum. Við vorum að ná að opna þá út á kantana. Það er bara jákvætt ef þetta dreifist á fleiri leikmenn." Gátuð þið eitthvað nýtt dómaraumræðuna í undirbúningnum til að peppa ykkur í þennan leik: "Jájá, það var bara eins og það var. Það er búið og ekkert hægt að breyta því hvernig leikur tvö fór. Eina sem við getum gert er að vinna úrslitaleikina sem eiga eftir að koma. Við vorum alveg með blóð á tönnunum fyrir þennan sigur og það er enn til staðar."Einar Jónsson:Haukar skoruðu sjö mörk í röð í fyrri hálfleik og viðurkennir Einar Jónsson þjálfari Fram að mikil orka hafi farið í það að vinna þann mun upp. "Fyrir utan blábyrjunina vorum við ekkert sérstakir allan fyrri hálfleik. Þetta hrundi aðeins hjá okkur og það fór mikil orka í að reyna að vinna þetta upp. Við vorum grátlega nálægt því og hefðum getað stolið þessu en því miður tókst það ekki," sagði Einar. "Við vorum með meðbyr í seinni hálfleiknum en svo skoraði Gylfi þarna af endalínu og það var hrikalegt mark fyrir Hauka. Þetta er svona ef og hefði hvað hefði gerst eftir það. Maður hélt í vonina en Haukar spiluðu betur en við í dag og áttu skilið að vinna leikinn." "Nú er bara næsti leikur og við þurfum að einbeita okkur að honum. Það þýðir lítið að velta sér upp úr því hver staðan er. Sá leikur stendur einn og sér og við þurfum að ná fram virkilega góðri frammistöðu í þeim leik. Ef við náum því hef ég trú á því að við getum unnið. Við þurfum að spila betur og stefnum á því." Hafði öll þessi dómaraumræða áhrif á undirbúning Fram. "Þessi umræða hafði allavega ekki nein áhrif á mig. Það væri asnalegt að reyna að skella skuldinni á það. Við verðum að einbeita okkur að okkar leik."
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Í beinni: Víkingur - Borac | Leikur sem gæti skilað Víkingum áfram Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti „Leið eins og ég væri í einhverju sorgarferli“ Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira