Áratuga löng barátta um Vatnsenda: Hvað tekur nú við? Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 13:23 Vatnsendi. Myndin er úr safni. Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“ Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Réttarstaða afkomenda Sigurðar Hjaltested heitins, eiganda Vatnsenda jarðarinnar í Kópavogsbæ, hefur skýrst verulega eftir niðurstöðu Hæstaréttar í gær. Þetta er álit lögmanns afkomenda Sigurðar sem vill engu spá um framhald málsins. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir í fjörutíu og fimm ár og miklir fjárhagslegir hagsmunir verið undir. Auk þess hefur jörðin verið eitt aðal byggingarland Kópavogsbæjar síðustu ár og Þorsteinn Hjaltested haft miklar tekjur af. Í gær komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin væri ekki réttmæt eign Þorsteins Hjaltested, systkina hans og móður, heldur dánarbús afa hans, Sigurðar K. Lárussonar Hjaltested, sem lést árið 1966. Hæstiréttur staðfesti með þessu niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness. Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1938 þegar föðurbróðir Sigurðar arfleiddi hann að jörðinni Vatnsenda með ritun erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús, elsti sonur Sigurðar, fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. Önnur börn Sigurðar fengu ekki afnot af jörðinni og afkomendur Magnúsar, sem er Þorsteinn Hjaltested meðal annarra, fengu svo jörðina í sínar hendur. Sigmundur Hannesson er lögmaður afkomenda Sigurðar Hjaltested sem sóttu málið upphaflega . Hann segir þetta flókna mál hafa staðið lengi yfir. „Það má kannski orða það svo að réttarstaða afkomenda Sigurðar hefur skýrst verulega en ég tel hana vera mjög sterka eftir niðurstöðu Hæstaréttar," segir Sigmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir Þorstein Hjaltested, elsta son Magnúsar Sigurðssonar, hafa stöðu eins erfingja í þessu dánarbúi en Hæstiréttur hafi staðfest að Magnús, faðir Þorsteins, hafi eingöngu haft búseturétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. „Það er búið að taka eignarnámi og greiða gífurlega fjármuni vegna Vatnsendans frá Kópavogsbæ til Þorsteins Hjaltested ábúandans og umráðamanns jarðarinnar og áður föður hans Magnúsar, þannig að þetta þarf að skoða allt saman." En hvað tekur við eftir dóminn að mati Sigmundar? „Núna er komin staðfesting á því að raunverulegur eignaréttur liggur hjá þessu gamla dánarbúi. Síðan á eflaust eftir að velta því fyrir sér hvernig hægt verður að greiða úr því. Í ljósi þess að dómsniðurstaða er fengin þá mun væntanlega skiptastjóri kalla til skiptafundar og meta stöðuna með erfingjunum í framhaldinu.“
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira