Deilan um Vatnsenda: „Þetta splundraði bara fjölskyldunni" Helga Arnardóttir skrifar 4. maí 2013 19:30 Yngsti sonur Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, segir niðurstöðu Hæstaréttar í gær mikinn sigur en í raun bara upphafið að endinum. Hann segist finna til léttis að viðurkennt hafi verið að Vatnsendi sé enn í eigu dánarbús föður síns. Það hafi tekið verulega á þegar hann og fjölskylda hans voru borin út af heimili sínu fyrir tæpum 45 árum. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir frá 1966 og allt á þetta mál rætur að rekja til erfðaskrár sem var rituð árið 1938 og hún átti eftir að hafa afdrifarík áhrif. Magnús Einarsson úrsmiður og eigandi Vatnsenda í Kópavogi arfleiddi Sigurð Kristján Lárusson Hjaltested bróðurson sinn að jörðinni árið1938 með ritun viðamikillar erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús elsti sonur Sigurðar fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. En Sigurður átti fimm börn, þrjú af fyrra hjónabandi og tvö af seinna. Margrét hét seinni eiginkona hans og synir hennar Sigurður og Karl Lárus Hjaltested og þau bjuggu á Vatnsenda þegar Sigurður lést. „Móðir mín var í þeirri stöðu að reyna berjast fyrir því að sitja á búi eftirlifandi eiginmanns en því var hafnað. Árið 1969 erum við borin út," segir Karl. Karl var þá sex ára og bróðir hans sjö og móðir þeirra var alveg eignalaus eftir útburðinn. „Við vorum borin út með ekkert og á vergangi, bjuggum hjá systur okkar á Seltjarnarnesi. Eftir það erum vorum við bara að leigja hingað og þangað um bæinn. Auðvitað tók það á móður okkar að vera í þessari stöðu og byrja með ekki neitt. Það var mjög erfitt fyrir hana." „Eina sem maður skildi ekki af hverju bróðir okkar var svona vondur við okkur. Elsti bróðir okkar. Ég var aldrei í sambandi við Magnús eða neitt. Þetta splundraði bara fjölskyldunni það voru engin samskipti." Eftir andlát föður hans upphófust mikil málaferli. Árið 1961 voru sett ný lög um erfðarétt. Erfðaskráin frá 1938 var engu að síður dæmd gild þrátt fyrir tilvist erfðaréttarlaganna. „Og erfðaskráin er bara dæmd æðri íslenskum lögum frá 1961." Magnús Hjaltested elsti bróðir Karls lést 1999 en hann átti fjögur börn og tók elsti sonur hans, Þorsteinn Hjaltested við jörðinni Vatnsenda í samræmi við ákvæði erfðaskrárinnar. Hann hefur haft miklar tekjur af jörðinni og fékk tæpa 2,3 milljarða frá Kópavogsbæ árið 2007 sem fékk hluta jarðarinnar undir byggingarland. Þorsteinn var meðal annars skattakóngur árin 2010 og 2011. „Hann situr á jörð afa síns en Sigurður var náttúrulega pabbi minn ekki hans. Það er alveg með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist." Árið 2007 fóru Karl og Sigurður bróðir hans í mál og málaferlin hafa staðið allt til gærdagsins en þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri ekki í eigu Þorsteins Hjaltested heldur dánarbús Sigurðar föður Karls. Magnús faðir Þorsteins haði því eingöngu haft búsetu og afnotarétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. Það sem einnig hefur komið í ljós eftir þessi málaferli er að skiptum á dánarbúi Sigurðar föður Karls og Magnúsar elsta sonar Sigurðar hefur aldrei verið lokið og aldrei hefur verið greiddur erfðafjárskattur af jörðinni. Karl er hins vegar ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Þetta er bara stór léttir og mikill sigur. Allt í einu er maður í sókn en ekki vörn," segir Karl. Þetta sé þó bara upphafið að endinum. Flókin mál taki nú við í framhaldinu og það verði hlutverk skiptastjóra að greiða úr þeim. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira
Yngsti sonur Sigurðar Hjaltested, sem var eigandi Vatnsenda á sjöunda áratugnum, segir niðurstöðu Hæstaréttar í gær mikinn sigur en í raun bara upphafið að endinum. Hann segist finna til léttis að viðurkennt hafi verið að Vatnsendi sé enn í eigu dánarbús föður síns. Það hafi tekið verulega á þegar hann og fjölskylda hans voru borin út af heimili sínu fyrir tæpum 45 árum. Deilur um jörðina Vatnsenda í Kópavogi hafa staðið yfir frá 1966 og allt á þetta mál rætur að rekja til erfðaskrár sem var rituð árið 1938 og hún átti eftir að hafa afdrifarík áhrif. Magnús Einarsson úrsmiður og eigandi Vatnsenda í Kópavogi arfleiddi Sigurð Kristján Lárusson Hjaltested bróðurson sinn að jörðinni árið1938 með ritun viðamikillar erfðaskrár. Samkvæmt ákvæðum hennar skyldi jörðin að Sigurði látnum ganga að erfðum til elsta sonar hans og svo til niðja hans í beinan karllegg. Magnús elsti sonur Sigurðar fékk svo umráða- og ábúandarétt yfir jörðinni þegar Sigurður lést 1966 samkvæmt skilmálum erfðaskrárinnar. En Sigurður átti fimm börn, þrjú af fyrra hjónabandi og tvö af seinna. Margrét hét seinni eiginkona hans og synir hennar Sigurður og Karl Lárus Hjaltested og þau bjuggu á Vatnsenda þegar Sigurður lést. „Móðir mín var í þeirri stöðu að reyna berjast fyrir því að sitja á búi eftirlifandi eiginmanns en því var hafnað. Árið 1969 erum við borin út," segir Karl. Karl var þá sex ára og bróðir hans sjö og móðir þeirra var alveg eignalaus eftir útburðinn. „Við vorum borin út með ekkert og á vergangi, bjuggum hjá systur okkar á Seltjarnarnesi. Eftir það erum vorum við bara að leigja hingað og þangað um bæinn. Auðvitað tók það á móður okkar að vera í þessari stöðu og byrja með ekki neitt. Það var mjög erfitt fyrir hana." „Eina sem maður skildi ekki af hverju bróðir okkar var svona vondur við okkur. Elsti bróðir okkar. Ég var aldrei í sambandi við Magnús eða neitt. Þetta splundraði bara fjölskyldunni það voru engin samskipti." Eftir andlát föður hans upphófust mikil málaferli. Árið 1961 voru sett ný lög um erfðarétt. Erfðaskráin frá 1938 var engu að síður dæmd gild þrátt fyrir tilvist erfðaréttarlaganna. „Og erfðaskráin er bara dæmd æðri íslenskum lögum frá 1961." Magnús Hjaltested elsti bróðir Karls lést 1999 en hann átti fjögur börn og tók elsti sonur hans, Þorsteinn Hjaltested við jörðinni Vatnsenda í samræmi við ákvæði erfðaskrárinnar. Hann hefur haft miklar tekjur af jörðinni og fékk tæpa 2,3 milljarða frá Kópavogsbæ árið 2007 sem fékk hluta jarðarinnar undir byggingarland. Þorsteinn var meðal annars skattakóngur árin 2010 og 2011. „Hann situr á jörð afa síns en Sigurður var náttúrulega pabbi minn ekki hans. Það er alveg með ólíkindum að þetta skuli hafa viðgengist." Árið 2007 fóru Karl og Sigurður bróðir hans í mál og málaferlin hafa staðið allt til gærdagsins en þá komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að jörðin Vatnsendi væri ekki í eigu Þorsteins Hjaltested heldur dánarbús Sigurðar föður Karls. Magnús faðir Þorsteins haði því eingöngu haft búsetu og afnotarétt á jörðinni en ekki beinan eignarétt. Það sem einnig hefur komið í ljós eftir þessi málaferli er að skiptum á dánarbúi Sigurðar föður Karls og Magnúsar elsta sonar Sigurðar hefur aldrei verið lokið og aldrei hefur verið greiddur erfðafjárskattur af jörðinni. Karl er hins vegar ánægður með niðurstöðu Hæstaréttar. „Þetta er bara stór léttir og mikill sigur. Allt í einu er maður í sókn en ekki vörn," segir Karl. Þetta sé þó bara upphafið að endinum. Flókin mál taki nú við í framhaldinu og það verði hlutverk skiptastjóra að greiða úr þeim.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Fleiri fréttir Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollstuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Sjá meira