Handbolti

Einar, Maggi, Halli, Siggi og Jói segja bless

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Framarar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld með 22-20 sigri á Haukum í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Það er hinsvegar ljóst að liðið verður gjörbreytt á næsta ári.

Einar Jónsson, þjálfari Fram, er á leiðinni erlendis í þjálfun og þrír lykilmenn liðsins, Magnús Erlendsson, Haraldur Þorvarðarson og Sigurður Eggertsson, tilkynntu allir eftir leikinn að þær ætluðu að leggja skóna á hilluna.

Jóhann Gunnar Einarsson er síðan á leiðinni í pásu vegna langvinna meiðsla og þá er líklegt að Róbert Aron Hostert reyni fyrir sér í atvinnumennsku á næstu leiktíð.

Sigurður Eggertsson gaf það út í sjónvarpsviðtali eftir leikinn að hann hefði spilað sinn síðasta leik, Magnús Erlendsson staðfesti við Vísi að hann væri hættur og vefsíðan handbolti.org hefur það eftir Haraldi að hann væri hættur.

Fram verður því með gjörbreytt lið í titilvörninni á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×