Ekki hægt að sakast við Árna Pál Helga Arnardóttir skrifar 30. apríl 2013 19:06 Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar. Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ekki er hægt að sakast við Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar um fylgishrun flokksins í kosningunum að mati stjórnmálafræðings þar sem Árni hafi tekið við flokknum þegar hann mældist með tiltölulega lágt fylgi. Hann telur Árna hafa verið í sambærilegri stöðu og Bjarni Benediktsson þegar hann tók við Sjálfstæðisflokknum eftir hrun. Þingmenn Samfylkingar sem duttu af þingi í kosningunum um helgina hafa gagnrýnt Árna Pál Árnason formann flokksins og forystuna vegna fylgishrunsins og sagt flokkinn hafa yfirgefið sín stærstu stefnumál í aðdraganda kosninganna sem voru stjórnarskrár-og fiskveiðistjórnunarmálið og ESB viðræðurnar. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri segir Árna hafa tekið við Samfylkingunni á mjög erfiðum tíma þar sem flokkurinn hafi verið búinn að missa nærri helmingsfylgi í febrúar. „Það er nú varla hægt að sjá beina tengingu á milli þess að Árni Páll tekur við sem formaður og þessa fylgishruns. Hann fær góða kosningu sem formaður flokksins þremur mánuðum fyrir kosningar en mjög fljótlega fór hann á kaf í einhver björgunarstörf í stjórnarskrármálinu þegar þingið var á síðustu metrunum. Björgun sem mæltist mjög misjafnlega fyrir, honum hefði kannski ekki veitt af þeim tíma til að hefja kosningabaráttuna fyrr." Grétar segir tilkomu Bjartrar framtíðar og Lýðræðisvaktarinnar einnig hafa haft mikil áhrif á fylgishrun Samfylkingarinnar. Hann segir að flokkurinn þurfi nú að fara í mjög alvarlega naflaskoðun og fara yfir það sem fór úrskeiðis. „Að mínu mati held ég að Samfylkingin hafi verið að fá sína hrunkosningu núna sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk í kosningunum fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn kom náttúrulega laskaður út út hruninu, það slitnaði upp úr stjórnarsamstarfinu við Samfylkingu og Bjarni tók við á þeim tímapunkti þegar flokkurinn var að tapa miklu fylgi og galt síðan afhroð í kosningunum 2009. Það er auðvitað varla hægt að skrifa það eitt út af fyrir sig á Bjarna og ekki þá heldur getum við skrifað fylgistap Samfylkingarinnar á Árna Pál ef að flokkurinn var þá þegar búinn að tapa helmingi fylgisins," segir Grétar.
Kosningar 2013 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira