Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KR 70-52 | Keflavík tók forystuna Guðmundur Marinó Ingvarsson í Keflavík skrifar 20. apríl 2013 11:48 Mynd/Anton Keflavík sigraði KR 70-52 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Dominos deildar kvenna í körfubolta. Staðan var jöfn í hálfleik var 29-29. Það var mikil spenna í leiknum framan af og gríðarlega hart barist frá fyrstu mínútu. Sóknarleikurinn var ekki glæsilegur en varnir beggja liða voru til mikillar fyrirmyndar. Keflavík var fjórum sigum yfir eftir fyrsta leikhluta 18-14 en KR jafnaði leikinn fyrir hálfleik 29-29. KR hirti 23 sóknarfráköst gegn 7 Keflvíkinga en liðið hitti ákaflega illa og náði ekki að nýta sér þessa yfirburði sína. KR skoraði aðeins 12 stig í þriðja leikhluta gegn 18 og Keflavík jók forskotið enn frekar í upphafi fjórða leikhluta og var enginn spenna í leiknum síðustu 10 mínútur leiksins. KR reyndi 34 þriggja stiga skot í leiknum og hitti aðeins úr 6 og skoruðu tveir leikmenn liðsins öll stigin nema níu. Shannon McCallum skoraði 26 stig fyrir KR auk þess að hirða 9 fráköst og stela boltanum 8 sinnum. Björg Einarsdóttir skoraði 11 stig en aðrir lykilmenn liðsins þurfa að gera miklu betur ætli liðið að eiga roð í Keflavík. Jessica Ann Jenkins skoraði 23 stig fyrir Keflavík en hún fékk mikla hjálp í leiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði 14 stig og táningurinn Ingunn Embla Kristínardóttir 12. Keflavík leiðir einvígið 1-0. Liðin mætast í Vesturbænum á miðvikudagskvöldið. Sigurður: Varnarleikurinn gekk upp„Þetta var flottur varnarleikur hjá okkur og það gekk upp sem við ætluðum að gera. Við vorum að spila við gott lið og hún er frábær leikmaður þessi kani hjá þeim Shannon (McCallum). Við urðum að gera ákveðnar ráðstafanir og það gekk upp í dag,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur. „Þetta er stelpa sem mun skora mikið, hún gerir það í öllum leikjum og það er ekki málið. Við urðum að stoppa hinar líka, þær eru góðar og það gekk vel í dag. „Við erum ánægð með að þetta gekk í dag og sigurinn hafðist. Nú þurfum við að gera þetta aftur. „Þetta var allt of hægt hjá okkur í fyrri hálfleik. Við vorum lengi að setja upp og fórum hægt upp völlinn. Þá erum við ekkert sérstakar en það lagaðist,“ sagði Sigurður að lokum. Finnur: McCallum var hökkuð í spað„Mér fannst við standa okkur ágætlega fyrstu 25 mínúturnar í leiknum en svo réðum við ekki við hörkuna í lokin,“ sagði Finnur Stefánsson þjálfari KR eftir leikinn. „Við fáum 20 skotum fleiri en þær og flest af þeim opin og það er auðvelt að segja að sóknin hafi ekki verið fín þegar menn setja skotin sín ekki niður. Það er margt sem við þurfum að laga og það ætlum við að gera. „Þær taka tvo leikmenn út og hinar spila svæði. Það býður upp á fullt af fráköstum og mér fannst við nýta okkur það vel en við þurftum að setja skotin niður og vera harðari af okkur. „Mér fannst við standa okkur vel varnarlega og það var ekki fyrr en í lokin þegar við missum hausin að þær skora stigin. Leikurinn var á áætlun hjá okkur til að byrja með. „Við erum með tvo menn á vellinum sem hafa það hlutverk að vernda leikmenn og það vill stundum verða þannig þegar kanarnir koma að þær séu stærri og líkamlega sterkari en aðrir leikmenn og það gildi aðrar reglur í kringum þær,“ sagði Finnur sem var allt annað en ánægður með þá meðferð sem Shannon McCallum fékk í leiknum. „Hún er hökkuð í spað og henni er ýtt og haldið frá boltanum allan leikinn en það er ekki dæmd ein einasta villa á það. Það kemur að því að leikmenn meiðast og það varð staðan á henni. Keflavík er hörku varnarlið en það er ákveðin lína sem þú átt ekki að fara yfir og þær fóru yfir það í dag. Það þarf að passa leikmenn, annars gerast hlutir,“ sagði Finnur að lokum. LeiklýsingLeik lokið 70-52: Verðskuldaður og sanngjarn sigur Keflavíkur sem lék frábæra vörn allan leikinn. 39. mínúta 68-52: Úrslitin eru ráðin. Keflavík lék frábærlega í seinni hálfleik. 38. mínúta 62-47: KR búið að skora úr þremur sóknum í röð en Shannon McCallum þarf að fara útaf vegna meiðsla. Hún ætti þó að vera klár í næsta leik. 37. mínúta 60-41: Birna Valgarðsdóttir með tvö víti niður og enn versnar staða KR. 36. mínúta 58-41: Nú fer þetta að verða vonlaust fyrir KR. 34. mínúta 55-41: KR búið að skora 12 stig í seinni hálfleik og munurinn 14 stig. 33. mínúta 53-41: Jessica aftur. 31. mínúta 50-41: Jessica með galopinn þrist. 3. leikhluta lokið 47-41: Shannon McCallum með 26 stig fyrir KR. Ingunn Embla með 12 stig fyrir KR og Jessica Jenkins 11. 29. mínúta 47-38: Munurinn kominn í níu stig. 28. mínúta 45-38: Keflavík að sigla framúr. 27. mínúta 43-38: Ingunn Embla er sjóðandi þessa stundina. 26. mínúta 40-36: Birna Valgarðsdóttir með þrist eftir að Shannon tapar boltanum. 25. mínúta 34-34: Pálína með flottan þrist eftir glæsilegan undirbúning Ingunnar Emblu. 23. mínúta 31-34: Shannon stelur boltanum og skorar úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Ekkert gengur í sókninni hjá Keflavík. 22. mínúta 29-32: Neyðarþristur hjá Björgu það fyrsta sem fellur í seinni hálfleik. Hálfleikur: Fimm leikmenn Keflavíkur hafa skorað stig liðsins og má að sama skapi segja að fleiri leikmenn liðsins þurfi að leggja lóð á vogarskálarnar. Jessica Jenkins er með 9 stig og Ingun Embla 6. Hálfleikur: Shannon McCallum stigahæst hjá KR með 17 stig en KR þarf framlag frá fleiri leikmönnum í seinni hálfleik. Björg Einarsdóttir er þó kominn með 8 stig en aðeins fjögur stig hafa komið frá öðrum leikmönnum liðsins. Hálfleikur 29-29: Keflavík virtist ætla að ná öllum völdum á vellinum snemma í öðrum leikhluta en KR svaraði glæsilega og náði að jafna metin. 18. mínúta 29-27: Munurinn fór mest í 9 stig en KR gengið betur í sókninni síðustu mínútur. 17. mínúta 29-25: Loksins detta þristarnir hjá KR. 15. mínúta 25-18: Keflavík í góðri stöðu. Bæði lið að spila góða vörn. 14. mínúta 22-16: KR tekur leikhlé enda gengur ekkert í sókninni. 13. mínúta 20-16: Ína María kemur KR á blað í öðrum leikhluta. 12. mínúta 20-14: Munurinn kominn í sex stig, sóknarleikur KR gengur ekkert. 1. leikhluta lokið 18-14: Keflavík seig framúr á loka mínútum leikhlutans. Ingunn Embla Kristínardóttir með mjög góða innkomu hjá Keflavík. 9. mínúta 13-11: 6-0 sprettur hjá Keflavík. 7. mínúta 7-11: 4-0 sprettur á andartaki. 6. mínúta 7-7: Sara Rún öflug í teignum. 4. mínúta 5-7: KR með frumkvæðið. 3. mínúta 5-5: Liðin að spila öfluga vörn hér í upphafi. 1. mínúta 2-2: Stig í tveimur fyrstu sóknunum. Fyrir leik: Shannon McCallum er í sérflokki í liði KR. Hún skoraði 33.5 stig að meðaltali, hirti 12.1 frákast og gaf 4,3 stoðsendingar. Enginn leikmaður toppaði hana í þessum tölfræðiþáttum. Fyrir leik: Jessica Ann Jenkins er stigahæsti leikmaður Keflavíkur í vetur með 17,4 stig að meðaltali. Sara Rún Hinriksdóttir hirti flest fráköst fyrir liðið eða 8 en hún er á 17. ári. Pálína Gunnlaugsdóttir gaf flestar stoðsendingar eða 4 í leik. Fyrir leik: Keflavík vann þrjá fyrstu leiki liðanna í deildinni en KR vann þann fjórða 16. mars. Fyrir leik: KR tryggði sér sæti í úrslitum með því að leggja Snæfell að velli í oddaleik í Stykkishólmi. Fyrir leik: Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum með því að leggja Val að velli í oddaleik hér í Keflavík. Það var eini heimaleikurinní rimmunni sem Keflavík vann. Fyrir leik: Verið velkomin með Vísi til Keflavíkur þar sem fyrsta úrslitaleik Keflavíkur og KR í Dominos deild kvenna verður lýst. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína hefur aldrei tapað Pálína Gunnlaugsdóttir verður í lykilhlutverki þegar Keflavík freistar þess að tryggja sér alla þrjá stóru titlana þetta tímabilið. Liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari fyrr í vetur og getur nú bætt Íslandsmeistaratitlinum í safnið. 20. apríl 2013 07:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Keflavík sigraði KR 70-52 í fyrsta leik liðanna í úrslitum Dominos deildar kvenna í körfubolta. Staðan var jöfn í hálfleik var 29-29. Það var mikil spenna í leiknum framan af og gríðarlega hart barist frá fyrstu mínútu. Sóknarleikurinn var ekki glæsilegur en varnir beggja liða voru til mikillar fyrirmyndar. Keflavík var fjórum sigum yfir eftir fyrsta leikhluta 18-14 en KR jafnaði leikinn fyrir hálfleik 29-29. KR hirti 23 sóknarfráköst gegn 7 Keflvíkinga en liðið hitti ákaflega illa og náði ekki að nýta sér þessa yfirburði sína. KR skoraði aðeins 12 stig í þriðja leikhluta gegn 18 og Keflavík jók forskotið enn frekar í upphafi fjórða leikhluta og var enginn spenna í leiknum síðustu 10 mínútur leiksins. KR reyndi 34 þriggja stiga skot í leiknum og hitti aðeins úr 6 og skoruðu tveir leikmenn liðsins öll stigin nema níu. Shannon McCallum skoraði 26 stig fyrir KR auk þess að hirða 9 fráköst og stela boltanum 8 sinnum. Björg Einarsdóttir skoraði 11 stig en aðrir lykilmenn liðsins þurfa að gera miklu betur ætli liðið að eiga roð í Keflavík. Jessica Ann Jenkins skoraði 23 stig fyrir Keflavík en hún fékk mikla hjálp í leiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði 14 stig og táningurinn Ingunn Embla Kristínardóttir 12. Keflavík leiðir einvígið 1-0. Liðin mætast í Vesturbænum á miðvikudagskvöldið. Sigurður: Varnarleikurinn gekk upp„Þetta var flottur varnarleikur hjá okkur og það gekk upp sem við ætluðum að gera. Við vorum að spila við gott lið og hún er frábær leikmaður þessi kani hjá þeim Shannon (McCallum). Við urðum að gera ákveðnar ráðstafanir og það gekk upp í dag,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur. „Þetta er stelpa sem mun skora mikið, hún gerir það í öllum leikjum og það er ekki málið. Við urðum að stoppa hinar líka, þær eru góðar og það gekk vel í dag. „Við erum ánægð með að þetta gekk í dag og sigurinn hafðist. Nú þurfum við að gera þetta aftur. „Þetta var allt of hægt hjá okkur í fyrri hálfleik. Við vorum lengi að setja upp og fórum hægt upp völlinn. Þá erum við ekkert sérstakar en það lagaðist,“ sagði Sigurður að lokum. Finnur: McCallum var hökkuð í spað„Mér fannst við standa okkur ágætlega fyrstu 25 mínúturnar í leiknum en svo réðum við ekki við hörkuna í lokin,“ sagði Finnur Stefánsson þjálfari KR eftir leikinn. „Við fáum 20 skotum fleiri en þær og flest af þeim opin og það er auðvelt að segja að sóknin hafi ekki verið fín þegar menn setja skotin sín ekki niður. Það er margt sem við þurfum að laga og það ætlum við að gera. „Þær taka tvo leikmenn út og hinar spila svæði. Það býður upp á fullt af fráköstum og mér fannst við nýta okkur það vel en við þurftum að setja skotin niður og vera harðari af okkur. „Mér fannst við standa okkur vel varnarlega og það var ekki fyrr en í lokin þegar við missum hausin að þær skora stigin. Leikurinn var á áætlun hjá okkur til að byrja með. „Við erum með tvo menn á vellinum sem hafa það hlutverk að vernda leikmenn og það vill stundum verða þannig þegar kanarnir koma að þær séu stærri og líkamlega sterkari en aðrir leikmenn og það gildi aðrar reglur í kringum þær,“ sagði Finnur sem var allt annað en ánægður með þá meðferð sem Shannon McCallum fékk í leiknum. „Hún er hökkuð í spað og henni er ýtt og haldið frá boltanum allan leikinn en það er ekki dæmd ein einasta villa á það. Það kemur að því að leikmenn meiðast og það varð staðan á henni. Keflavík er hörku varnarlið en það er ákveðin lína sem þú átt ekki að fara yfir og þær fóru yfir það í dag. Það þarf að passa leikmenn, annars gerast hlutir,“ sagði Finnur að lokum. LeiklýsingLeik lokið 70-52: Verðskuldaður og sanngjarn sigur Keflavíkur sem lék frábæra vörn allan leikinn. 39. mínúta 68-52: Úrslitin eru ráðin. Keflavík lék frábærlega í seinni hálfleik. 38. mínúta 62-47: KR búið að skora úr þremur sóknum í röð en Shannon McCallum þarf að fara útaf vegna meiðsla. Hún ætti þó að vera klár í næsta leik. 37. mínúta 60-41: Birna Valgarðsdóttir með tvö víti niður og enn versnar staða KR. 36. mínúta 58-41: Nú fer þetta að verða vonlaust fyrir KR. 34. mínúta 55-41: KR búið að skora 12 stig í seinni hálfleik og munurinn 14 stig. 33. mínúta 53-41: Jessica aftur. 31. mínúta 50-41: Jessica með galopinn þrist. 3. leikhluta lokið 47-41: Shannon McCallum með 26 stig fyrir KR. Ingunn Embla með 12 stig fyrir KR og Jessica Jenkins 11. 29. mínúta 47-38: Munurinn kominn í níu stig. 28. mínúta 45-38: Keflavík að sigla framúr. 27. mínúta 43-38: Ingunn Embla er sjóðandi þessa stundina. 26. mínúta 40-36: Birna Valgarðsdóttir með þrist eftir að Shannon tapar boltanum. 25. mínúta 34-34: Pálína með flottan þrist eftir glæsilegan undirbúning Ingunnar Emblu. 23. mínúta 31-34: Shannon stelur boltanum og skorar úr hraðaupphlaupi í kjölfarið. Ekkert gengur í sókninni hjá Keflavík. 22. mínúta 29-32: Neyðarþristur hjá Björgu það fyrsta sem fellur í seinni hálfleik. Hálfleikur: Fimm leikmenn Keflavíkur hafa skorað stig liðsins og má að sama skapi segja að fleiri leikmenn liðsins þurfi að leggja lóð á vogarskálarnar. Jessica Jenkins er með 9 stig og Ingun Embla 6. Hálfleikur: Shannon McCallum stigahæst hjá KR með 17 stig en KR þarf framlag frá fleiri leikmönnum í seinni hálfleik. Björg Einarsdóttir er þó kominn með 8 stig en aðeins fjögur stig hafa komið frá öðrum leikmönnum liðsins. Hálfleikur 29-29: Keflavík virtist ætla að ná öllum völdum á vellinum snemma í öðrum leikhluta en KR svaraði glæsilega og náði að jafna metin. 18. mínúta 29-27: Munurinn fór mest í 9 stig en KR gengið betur í sókninni síðustu mínútur. 17. mínúta 29-25: Loksins detta þristarnir hjá KR. 15. mínúta 25-18: Keflavík í góðri stöðu. Bæði lið að spila góða vörn. 14. mínúta 22-16: KR tekur leikhlé enda gengur ekkert í sókninni. 13. mínúta 20-16: Ína María kemur KR á blað í öðrum leikhluta. 12. mínúta 20-14: Munurinn kominn í sex stig, sóknarleikur KR gengur ekkert. 1. leikhluta lokið 18-14: Keflavík seig framúr á loka mínútum leikhlutans. Ingunn Embla Kristínardóttir með mjög góða innkomu hjá Keflavík. 9. mínúta 13-11: 6-0 sprettur hjá Keflavík. 7. mínúta 7-11: 4-0 sprettur á andartaki. 6. mínúta 7-7: Sara Rún öflug í teignum. 4. mínúta 5-7: KR með frumkvæðið. 3. mínúta 5-5: Liðin að spila öfluga vörn hér í upphafi. 1. mínúta 2-2: Stig í tveimur fyrstu sóknunum. Fyrir leik: Shannon McCallum er í sérflokki í liði KR. Hún skoraði 33.5 stig að meðaltali, hirti 12.1 frákast og gaf 4,3 stoðsendingar. Enginn leikmaður toppaði hana í þessum tölfræðiþáttum. Fyrir leik: Jessica Ann Jenkins er stigahæsti leikmaður Keflavíkur í vetur með 17,4 stig að meðaltali. Sara Rún Hinriksdóttir hirti flest fráköst fyrir liðið eða 8 en hún er á 17. ári. Pálína Gunnlaugsdóttir gaf flestar stoðsendingar eða 4 í leik. Fyrir leik: Keflavík vann þrjá fyrstu leiki liðanna í deildinni en KR vann þann fjórða 16. mars. Fyrir leik: KR tryggði sér sæti í úrslitum með því að leggja Snæfell að velli í oddaleik í Stykkishólmi. Fyrir leik: Keflavík tryggði sér sæti í úrslitum með því að leggja Val að velli í oddaleik hér í Keflavík. Það var eini heimaleikurinní rimmunni sem Keflavík vann. Fyrir leik: Verið velkomin með Vísi til Keflavíkur þar sem fyrsta úrslitaleik Keflavíkur og KR í Dominos deild kvenna verður lýst.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína hefur aldrei tapað Pálína Gunnlaugsdóttir verður í lykilhlutverki þegar Keflavík freistar þess að tryggja sér alla þrjá stóru titlana þetta tímabilið. Liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari fyrr í vetur og getur nú bætt Íslandsmeistaratitlinum í safnið. 20. apríl 2013 07:00 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sjá meira
Pálína hefur aldrei tapað Pálína Gunnlaugsdóttir verður í lykilhlutverki þegar Keflavík freistar þess að tryggja sér alla þrjá stóru titlana þetta tímabilið. Liðið varð bæði deildar- og bikarmeistari fyrr í vetur og getur nú bætt Íslandsmeistaratitlinum í safnið. 20. apríl 2013 07:00