Telur ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks líklegustu niðurstöðuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2013 18:40 Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson. Kosningar 2013 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins vill sjá tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningar. Miðað við skoðanakannanir yrði það ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Þegar sex dagar eru til kosninga benda allar kannanir til að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fái ríflega helming atkvæða í þingkosningunum. Samkvæmt nýjustu könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins fengi Framsóknarflokkurinn tuttugu og tvo þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn nítján ef kosið yrði nú. Samtals fengju flokkarnir því 41 þingmann og gætu saman myndað tveggja flokka ríkisstjórn. Þá einu tveggja flokka sem hægt væri að mynda. Aðrar ríkisstjórnir yrðu að vera að minnsta kosti þriggja flokka stjórnir. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann klárt hverskonar stjórnarsamstarf hugnaðist honum best eftir kosningar. „Tveggja flokka stjórn með góðan meirihluta er án vafa besta stjórnarformið við þessar aðstæður að mínu áliti,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann vilji halda öllum möguleikum opnum fram yfir kosningar. Sigurður Ingi varaformaður flokksins hefur hins vegar sagt að vinstriflokkarnir hafi sjálfir útilokað sig frá stjórnarsamstarfi. „Allt bendir til þess að sá kostur sem að verði ofaná verði stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Kannski aðalspennan í því er kannski þá meira frekar hvor verði stærri og þá líklegri til að fá forsætisráðherra frekar heldur en þá hvort einhverjir aðrir kostir verði í boði. Að vísu þá má segja að hérna Sigmundur Davíð, sérstaklega ef hann verður í stærri flokknum, hann er í betri stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum þannig að hann á kannski möguleika á að mynda þriggja flokka stjórn með vinstriflokkunum sérstaklega Bjartri framtíð og Samfylkingunni. En það er bara svo miklu auðveldara að stjórna tveggja flokka stjórn en þriggja flokka stjórn, eins og dæmin sanna, að það eru allar líkur á að stjórnmálaforingi velji það,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson.
Kosningar 2013 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira