Auglýsing ungra framsóknarmanna tekin úr birtingu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. apríl 2013 14:47 Hafþór segir drenginn á myndinni fæddan 1992. „Að kjósa er unaður,“ er slagorð nýjustu auglýsingaherferðar Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF). Hafa ýmsar ljósmyndir og myndbrot ratað á samfélagsmiðlana úr herferðinni, en þeirri nýjustu var snarlega kippt úr birtingu í dag. Mátti þar sjá ungan dreng án fata að setja atkvæði sitt í kjörkassann, og undir myndina er letrað: „Þú færð það bara á 4 ára fresti“. En nú finnst hvorki tangur né tetur af myndinni, nema í formi skjáskota netverja. „Við sáum að hún var að vekja misjöfn viðbrögð en okkur fannst hún mjög húmorísk,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson, formaður SUF, og bætir því við að það hafi drengnum á myndinni einnig fundist. „Þetta er ein af þeim myndum sem við höfum verið að setja út, en markmiðið er að hvetja ungt fólk til að kynna sér alla flokka vel og taka upplýsta ákvörðun á kjördag. Og alls ekki að sitja heima.“ Hafþór segir drenginn á myndinni fæddan 1992. „Við fengum ábendingu frá einhverjum sem héldu að hann væri fæddur '96 eða eitthvað, en hann er að verða 21 árs á árinu. Hann er unglegur drengurinn og það vonandi fylgir honum inn í ellina.“ Hafþór segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort myndin verði birt á ný. Kosningar 2013 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
„Að kjósa er unaður,“ er slagorð nýjustu auglýsingaherferðar Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF). Hafa ýmsar ljósmyndir og myndbrot ratað á samfélagsmiðlana úr herferðinni, en þeirri nýjustu var snarlega kippt úr birtingu í dag. Mátti þar sjá ungan dreng án fata að setja atkvæði sitt í kjörkassann, og undir myndina er letrað: „Þú færð það bara á 4 ára fresti“. En nú finnst hvorki tangur né tetur af myndinni, nema í formi skjáskota netverja. „Við sáum að hún var að vekja misjöfn viðbrögð en okkur fannst hún mjög húmorísk,“ segir Hafþór Eide Hafþórsson, formaður SUF, og bætir því við að það hafi drengnum á myndinni einnig fundist. „Þetta er ein af þeim myndum sem við höfum verið að setja út, en markmiðið er að hvetja ungt fólk til að kynna sér alla flokka vel og taka upplýsta ákvörðun á kjördag. Og alls ekki að sitja heima.“ Hafþór segir drenginn á myndinni fæddan 1992. „Við fengum ábendingu frá einhverjum sem héldu að hann væri fæddur '96 eða eitthvað, en hann er að verða 21 árs á árinu. Hann er unglegur drengurinn og það vonandi fylgir honum inn í ellina.“ Hafþór segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um það hvort myndin verði birt á ný.
Kosningar 2013 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira