Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona er þess fullviss að Pep Guardiola, gamli þjálfarinn sinn, muni styðja Barcelona gegn Bayern í kvöld.
Guardiola hætti með Barcelona síðastliðið sumar en mun taka við Bayern að tímabilinu loknu eftir að hafa tekið sér eins árs frí frá þjálfun.
„Hann mun njóta þess að horfa á þessa leiki,“ sagði Xavi en fyrri leikur liðanna fer fram á Allianz Arena í München í kvöld.
„Ég á von á því að hann vill að Barcelona vinni, þó svo að hann eigi framtíð hjá Bayern. En hann er knattspyrnuáhugamaður og mun því njóta undanúrslitaeinvígis eins og þessu.“
Fótbolti