Gagnrýnir Ögmund fyrir flugvallarsamning Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2013 12:30 Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur. Kosningar 2013 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur.
Kosningar 2013 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira