Sport

Fjórtán ára Íslandsmeistari

Mynd/Jón Björn Ólafsson/ÍF
Keppni á Íslandsmóti ÍF í borðtennis fór fram um síðastliðna helgi. Alls voru fjögur félög sem eignuðust Íslandsmeistara en keppt var í Íþróttahúsi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík að Hátúni.

Þau Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir og Breki Þórðarson urðu Íslandsmeistarar í sínum flokkum og tvíliðaleik en bæði munu þau taka þátt í Norræna barna- og unglingamótinu sem fram fer í Danmörku í sumar. Þá varð Kolfinna Íslandsmeistari í kvennaflokki annað árið í röð en hún er 14 ára gömul.

 

Jóhann Rúnar Kristjánsson, Nes, lét sig heldur ekki vanta á mótið og varð Íslandsmeistari í sitjandi flokki karla en mátti sætta sig við silfur í opnum flokki og í tvíliðaleiknum.

Hér neðst í fréttinni má sjá myndband frá Íslandsmóti ÍF um helgina.

 

Úrslit mótsins:

 

Kvennaflokkur

1. Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir - HK

2. Áslaug Hrönn Reynisdóttir - ÍFR

3. Hildigunnur Jónína Sigurðardóttir - ÍFR



Standandi karlar


1. Breki Þórðarson - KR

2. Kolbeinn J. Pétursson - Akur

3. Óskar Daði Óskarsson - ÍFR

 

Þroskahamlaðir karlar


1. Stefán Thorarensen - Akur

2. Guðmundur Hafsteinsson - ÍFR

3. Sigurður Andri Sigurðsson - ÍFR

 

Sitjandi karlar

1. Jóhann Rúnar Kristjánsson - NES

2. Hákon Atli Bjarkason - ÍFR

3. Viðar Árnason - KR

 

Tvíliðaleikur

1. Breki Þórðarson og Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir - KR/HK

2. Jóhann Rúnar Kristjánsson og Viðar Árnason - NES/KR

3.-4. Stefán Guðjónsson og Áslaug Hrönn Reynisdóttir - ÍFR

3.-4. Guðmundur Hafsteinsson og Baldur Jóhannesson - ÍFR

 

Opinn flokkur

1. Breki Þórðarson -  KR

2. Jóhann Rúnar Kristjánsson - NES

3.-4. Kolfinna Bergþóra Bjarnadóttir - HK

3.-4. Viðar Árnason - KR






Fleiri fréttir

Sjá meira


×