Frambjóðendur ræða ekki lækkun ríkisskulda og stöðugt verðlag 24. apríl 2013 13:46 Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem rætt er um kosningaloforð þeirra sex flokka sem búast má við að nái mönnum á þing í komandi kosningum, það er miðað við niðurstöður skoðanakannanna að undanförnu. "Áherslurnar virðast hvorki beinast að rót þeirra vandamála sem helst eru uppi í hagkerfinu né þeim úrlausnum sem nauðsynlegar eru í því sambandi. Mikið er hinsvegar rætt um leiðir til að vinna á beinum og óbeinum afleiðingum þeirra. Ef litið er til loforða þeirra framboða sem líklegt er að nái þingsæti kemur í ljós að stór hluti þeirra snýr að húsnæðismálum," segir í Hagsjánni. "Ef spurt er hver hafa verið stærstu vandamálin í íslensku efnahagslífi á síðustu árum eru verðbólga og óstöðugleiki framarlega í flokki. Nátengdur þessum tveimur þáttum er óstöðugur gjaldmiðill. Orsaka flestra þeirra vandamála sem verið er að ræða í kosningarbaráttunni er að finna í þessum þremur þáttum. Kosningabaráttan snýst því að miklu leyti um afleiðingar vandamála en ekki orsakir. Til lengri tíma litið hlýtur að vera mikilvægast að uppræta orsakirnar því öðruvísi verða afleiðingarnar ávallt þær sömu og sama vandamál kemur upp aftur og aftur. Skuldastaða heimilanna, þótt slæm sé, er fyrst og fremst afleiðing óhóflegrar verðbólgu og tiltölulega hárra verðtryggðra vaxta en ekki t.d. verðtryggingar eins og margir hafa haldið fram. Almennt má því segja að kosningaloforð fyrir kosningarnar 27. apríl gangi í öfuga átt m.v. eitt brýnasta úrlausnarefni samtímans; að lækka skuldir ríkissjóðs. Mörg þeirra ganga að auki í berhögg við baráttuna við verðbólguna og viðleitni til þess að koma á meiri stöðugleika. En Íslendingar vita vel að loforð í kosningum eru bara orð en ekki efndir, þannig að ekki er víst að allir þeir neikvæðu spádómar sem hér eru settir fram verði að veruleika." Kosningar 2013 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Sé litið til umræðunnar í kosningabaráttunni og loforða og áherslna frambjóðenda kemur í ljós að lítil áhersla er lögð á þau viðfangsefni stjórnvalda í efnahagsmálum sem ættu að skipta mestu máli; þ.e. lækkun skulda ríkissjóðs og stöðugt verðlag. Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem rætt er um kosningaloforð þeirra sex flokka sem búast má við að nái mönnum á þing í komandi kosningum, það er miðað við niðurstöður skoðanakannanna að undanförnu. "Áherslurnar virðast hvorki beinast að rót þeirra vandamála sem helst eru uppi í hagkerfinu né þeim úrlausnum sem nauðsynlegar eru í því sambandi. Mikið er hinsvegar rætt um leiðir til að vinna á beinum og óbeinum afleiðingum þeirra. Ef litið er til loforða þeirra framboða sem líklegt er að nái þingsæti kemur í ljós að stór hluti þeirra snýr að húsnæðismálum," segir í Hagsjánni. "Ef spurt er hver hafa verið stærstu vandamálin í íslensku efnahagslífi á síðustu árum eru verðbólga og óstöðugleiki framarlega í flokki. Nátengdur þessum tveimur þáttum er óstöðugur gjaldmiðill. Orsaka flestra þeirra vandamála sem verið er að ræða í kosningarbaráttunni er að finna í þessum þremur þáttum. Kosningabaráttan snýst því að miklu leyti um afleiðingar vandamála en ekki orsakir. Til lengri tíma litið hlýtur að vera mikilvægast að uppræta orsakirnar því öðruvísi verða afleiðingarnar ávallt þær sömu og sama vandamál kemur upp aftur og aftur. Skuldastaða heimilanna, þótt slæm sé, er fyrst og fremst afleiðing óhóflegrar verðbólgu og tiltölulega hárra verðtryggðra vaxta en ekki t.d. verðtryggingar eins og margir hafa haldið fram. Almennt má því segja að kosningaloforð fyrir kosningarnar 27. apríl gangi í öfuga átt m.v. eitt brýnasta úrlausnarefni samtímans; að lækka skuldir ríkissjóðs. Mörg þeirra ganga að auki í berhögg við baráttuna við verðbólguna og viðleitni til þess að koma á meiri stöðugleika. En Íslendingar vita vel að loforð í kosningum eru bara orð en ekki efndir, þannig að ekki er víst að allir þeir neikvæðu spádómar sem hér eru settir fram verði að veruleika."
Kosningar 2013 Mest lesið „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira