Pólverjinn Robert Lewandowski skrifaði sig í sögubækurnar í kvöld er hann varð fyrsti maður sögunnar sem skorar fjögur mörk gegn Real Madrid í Evrópuleik.
Lewandowski skoraði þá öll mörk Dortmund í 4-1 sigri og þýska liðið er því í ansi vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn á Spáni.
Þorsteinn Joð fór yfir leikinn með þeim Heimi Guðjónssyni og Reyni Leóssyni.
Horfa má á Meistaradeildarmörkin hér að ofan.
Meistaradeildarmörkin: Söguleg frammistaða Lewandowski
Tengdar fréttir
Mourinho: Dortmund miklu betra
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var að vonum stúrinn eftir tapið stóra gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld.
Ferna Lewandowski afgreiddi Real Madrid
Pólverjinn Robert Lewandowski varð í kvöld fyrsti maðurinn til þess að skora fjögur mörk gegn Real Madrid í Evrópuleik. Lewandowski skoraði öll mörk Dortmund sem pakkaði Real Madrid saman og vann 4-1 sigur.
Lewandowski: Mörkin eru ekki aðalmálið
Pólverjinn Robert Lewandowski var maður kvöldsins er hann skoraði fjögur mörk fyrir Dortmund í 4-1 sigri á Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.