Innlent

Tæplega 23 þúsund búnir að kjósa utankjörfundar

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Tæplega 23 þúsund manns hafa kosið utankjörfundar á landinu öllu þegar aðeins tveir dagar til kosninga.

Kosning utankjörfundar hefur gengið vel og hafa lagt leið sína Laugardalshöllina þar sem hægt er að kjósa utankjörfundar. Bryndís Bachmann er starfsmaður kjörstjórnar.

„Það eru svona á milli 11 og 12 þúsund sem eru búnir að koma til okkar. Í heildina á öllu landinu eru búnir að kjósa á kjörstað 22.658,“ segir Bryndís.

Margir lögðu leið sína í Laugardalshöllina um síðustu helgi til að kjósa en í gær tók aðeins að draga úr straumnum.  Aðspurð hvernig þátttakan sé miðað við fyrri kosningar segir Bryndís þátttökuna álíka því sem var í forsetakosningunum síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×